Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 40
118
R Ö K K U R
lands hafa verið teknar til rækt-
unar árlega og hefir trjám nú
verið plantað i liðlega 4000 ekr-
ur lands. Afar mikil vinna lief-
ir farið i að gera landið hæft
til gúmmíframleiðslu, þvi að
hvervetna var þétt kj arr (j ungle)
þar sem rutt liefir verið. Rækt-
unarstöð Hcnry Fords í Ama-
zon-dalnum er kölluð Boa Vista
og er inni í landi, 610 mílur
énskar frá Para, hafnarborg,
sem stendur við ósa Amazon-
fljótsins. Vegalengdin frá New
York til Boa Vista cr 3.600 míl-
ur enskar. I Boa Vista er alt í
framför, vegna framkvæmda
Henry Fords, hús eru bygð í
tugatali árlega, götur lagðar o.
s. frv. Talið er, að innan fjög-
urra ára verði svo langt komið
gúmmíframleiðslunni, að út-
flutningur liefjist. — Para-fylki
í norðurhluta Brazilíu var um
meira en aldar bil aðal-gúmmí-
framleiðslulandið í heiminum.
Árið 1908 var aðalgúmmífram-
leiðsla heimsins í Para og öðr-
um Brazilíu-fylkjum, Vcnezu-
ela, Columbia, Ecuador, Peru
og Bolivíu. En árið 1910 kom
ný framleiðsla á markaðinn, ó-
dýrara „Para-gúmmí“, sem
framleitt hafði verið á ekrum
í Malai-ríkjunum, þótt þaðan
Væri langtum lengra á New
York markaðinn, en frá Para.
— Þetta leiddi til brasks með
gúmmí og' stofnun gúmmi-
hringsins. Verð á gúmmi rauk
upp á heimsstyrjaldarárunum.
Mun þetta alt hafa leitt til þess,
að Henry Ford ákvað að fram-
leiða það gúmmí, sem hann
þurfti, upp á eigin kostnað.
Þess er nú skamt að biða, að
5000 ekrur lands hafi verið
ruddar í Amazon-dalnum og
„Hevea Braziliensis“ gróðursett
i þær, en Ford ætlar að leggja
áherslu á margskonar fram-
leiðslu aðra. Þarna á að rækta
tré til harðviðar-framleiðslu,
ávaxtatré o. fl. Og' þarna á að
framleiða hrísgrjón, kókó,
baðmull, haunir, sykur o. s. frv.
Járnbraut hefir verið lögð til
Boa Vista og sögunarmylla hef-
ir verið reist þarna. Enn frem-
ur járnsmiðja, rafmagnsstöð,
trésmíðaverkstæði, skólahús o.
fl. — Búist er við, að verka-
menn verði alls 6.000—10.000
þarna i dalnum, þegar fram-
kvæmdir eru komnar í fullan
gang.
Fólksaukning í sveitum
Bandaríkjanna.
ATir 1x/> miljón manna fluttu
úr borgum Bandaríkjanna út i
sveitarhéruðin árið sem leið,
samkvæmt skýrslum landbún-
aðarráðuneytisins. Eru þetla
mestu fólksflutningar úr borg-