Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 8
86
R Ö IC K U R
$ 160.000 og er þessi smáskuld
fyrsta skuldagreiðslan eftir að
fresturinn er út runninn. Þann
15. júlí á svo Þýskaland að
greiða einn tólfta árlegra
skaðabóta sinna eða $ 31.000.-
000. Á hverjum mánuði þaðan
i frá á svo Þýskaland að greiða
sömu upphæð og þann 15. des.
eiga 14 Evrópu-riki að greiða
alls $ 123.000.000 vegna ófrið-
arskulda sinna við Bandaríkin.
Skaðabótagreiðsla Þýskalands
yfir árið nemur alls $ 415.000.-
000 og greiðslur Bandamanna
af ófriðarskuldum þeirra nema
$ 246.000.000. — Yfirleitt ætla
þeir menn hér, sem gerst eru
kunnir fjárhag Þýskalands, að
það geti ekki greitt nokkuð að
ráði af skaðabótunum. Scr-
fræðingana greinir á um ástæð-
urnar. Sumir vilja kenna um
óstjórn i fjármálum, aðrir hins
vegar að viðskiftaástandið og
ýmsar kvaðir hafi lagst með
svo miklum þunga á Þjóðverja,
að þeir séu lamaðir. En liver
sem megin ástæðan er, er það
alment álit fróðra manna, að
Þýskaland livorki geti eða vilji
greiða ófriðarskaðabætur á
þessu ári. Leiðtogar þjóðarinn-
ar liafa einnig látið uppi sömu
skoðun. — Ýmsar ráðstafanir
stjórnar og þings í Þýskalandi,
óhagstæðari viðskiftaj öfnuður,
minkandi gullforði o. fl. færa
mönnum og heim sanninn urn
hve mikið leiðtogar Þýskalands
hafa til síns máls, er þeir segja,
að Þýskaland geti ekki greitt
skaðabæturnar. En geti Þýska-
land ekki greitt þær, skortir
Bandamenn stórar fjárhæðir,
sem þeir hafa búist við að fá
frá Þjóðverjum, til þess að geta
staðið við sínar skuldbindingar
i Bandaríkjunum. Bindur þetta
hvað annað, undir niðri, ef ekki
á yfirborðinu. Loks ber þess að
geta, að skuldagreiðslur þeirra
rikja, sem horfið liafa frá gull-
innlausn, verða erfiðari en áð-
ur, til dæmis Stóra-Bretlands.
Ýmsir sérfræðingar eru þeirrar
skoðunar, að til bráðabirgða
verði að leysa málið á þann
hátt, að fresturinn verði fram-
lengdur, þangað til kreppan er
liðin hjá. En hér kemur til
greina stjórnmálaástandið bæði
í Þýskalandi og Bandaríkjunum
og breytt viðhorf i þessum lönd-
um til þessara mála.
f fyrsta lagi verður að geta
þess, að liallinn á ríkisbúskap
Bandaríkjanna var eigi mikill,
þegar skuldagreiðslufrests-
tímabilið hófst, en nú eru
horfur á tveggja miljarða
(dollara) tekjuhalla. (Full-
trúadeild þjóðþingsins hefir
þegar gert ýmsar ráðstafanir
til þess að koma á jöfnuði í rík-
isbúskapnum). Þessi tekjuhalli