Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 77
R O Iv K U R
155
IJtsjá*
—o— Niðurl.
Forsetakosningarnar í U. 8. A.
Mikið er um það rætt í amer-
iskum blöðum um þessar
mundir, hve mikið atkvæða-
magn litlu flokkarnir muni
draga frá aðalflokkunum.
Sumir þeirra, sem best fylgjast
með í þessum málum og liafa
það að atvinnu, að skrifa um
stjórnmálaborfurnar fyrir
fréttablöðin, hallast að þeirri
skoðun, að fjöldi óánægðra
kjósenda muni að þessu sinni
greiða atkvæði frambjóðend-
um smáflokkanna. Eins og
kunnugt er réði Californía úr-
slitum, er Woodrow Wilson
var kjörinn forseti 1916. Höfðu
demókratar þó að eins 3,806 at-
kvæði fram yfir republikana í
þessu ríki, en þar eð demókrat-
ar höfðu meiri hluta kjósenda-
atkvæða i ríkinu fékk fram-
bjóðandi þeirra öll kjörmanna
atkvæðin, 13 að tölu. Hefði C.
E. Hughes unnið í Californíu,
hefði hann verið kjörinn for-
seti Bandarikjanna með þriggja
kjörmanna atkvæða meiri hl.
Sex smáflokkar hafa þegar til-
kynt forseta og varaforsetaefni
sín í kosningunum, jafnaðar-
nienn, kommúnistar, bann-
menn, bænda- og verkalýðsfl.
(Farmer-Labour Party) og
frelsisflokkurinn (Liberty Par-
ty). Atvinnulausir uppgjafa-
hermenn munu ef til vill hafa
frambjóðendur í kjöri. — Árið
1928 fengu 5 smáflokkar
362,000 atkvæði að eins í for-
setakosningunum af 36,879,000
atkvæða, sem greidd voru. Þá
fengu bannmenn að eins 20,000
atkvæði (Prohibition Party).
En bannmenn greiddu ])á al-
ment Iloover atkvæði, vegna
þess að Alfred Smith var and-
banningur. Nú horfir öðruvísi
við í bannmálinu. Stefnuskrá
republikana fellur bannmönn-
um yfirleilt illa og er algerlega
óvíst, að þeir kjósi Hoover nú.
Sennilega kjósa margir þeirra
frambjóðanda bannmanna-
f lokksins. Atvinnuleysingj ar
greiða sennilega margir at-
kvæði frambjóðendum róttæku
flokkanna. — -Hinsvegar má
geta þess, að enginn smáflokk-
anna hefir þjóðkunnan mann i
kjöri, nema jafnaðarmenn.
Frambjóðandi þeirra er Nor-
man Thomas, og hann hefir
mikið fylgi meðal frjálslyndra
kjósenda. Reynslan er sú, að á
kreppuárum hverfi mikill
fjöldi manna frá aðalflokkun-
um. Arið 1920, en þá var kreppa
á uppsiglingu og heimsstvrjöld-
in nýlega afstaðin, fengu þrír