Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 127
R 0 K K L' R
205
hann yfir verk í öðru hnénu og
hyngslum í höfðinu. Þeir ætluðii að
bera hann ’til strandar, en hann
kvartaði þá svo mjög, að þeir 3étu
að ósk hans og féllust á, að láta
hann vera þarna áfram. Eins og
nærri má geta, lagði Edmond fast
að féiögum sínum að fara og neyta
máltíðarinnar. Kvaðst hann brátt
mundu hressast við. Fóru þeir nú
og settust að snæðingi, og þurfti
ekki mjög að hvetja þá, er.da voru
þeir allir hungraðir, en steikin lysti-
leg og vínið svalandi.
Stundu síðar komu þeir aftur, en
það var síður en svo, að Dantés
væri hressari. Hann hafði dregist
nokkur fet að mosagrónum steini og
hallaðist nú upp að lionum. Skip-
stjórinn hafði miklar áhyggjur af
þessu. Hann var skuldbundinn til
þess að leggja af stað i aftureld-
ingu, því að hann átti að afhenda
smyglvörurnar á landamærum Pied-
mont og Frakklands, milli Frejus
og Nizza. Lagði hann fast að Dan-
tési að reyna að herða upp hugann
og taka þátt í ferðinni. Gerði Dantés
margar tilraunir til þess að rísa á
fætur, en í hvert skifti hneig hann
niður aftur, emjandi og veinandi.
„Hann hefir líklega rifbrotnað,"
sagði skipstjórinn iágum rómi.
„Hann er ágætur drengur, og við
megum ekki skilja við hann svona.
Við verðum að bera hann til skips.“
En Dantés kvaðst líða svo miklar
kvalir, að hann vildi heidur bíða
dauðans þarna, heldur en að þola
þær kvalir, að vera borinn til skips.
„Jæja,“ sagði skipstjórinn, „eng-
inn skal segja, að við skiljum við
þig í þessu ástandi. Yið frestum
brottförinni til kvelds.“
Þetta vakti mikla undrun sjó-
mannanna, þótt enginn mótmælti.
Skipstjórinn var þvi óvanur, að
fresta fyrirfram ákveðinni brottför.
Ein Dantés mótmælti harðlega.
„ Sjálfum mér er u m að kenna.
Eg var ar 'gasti kl; aufi og eg á
að gjalda þess. Skiljið eftir hjá
iné r dálitið af kexi Og vini, byssu
mína og skotfæri, og exi, ef það
skyldi dragast, að þið komið og
sækið mig. Eg get þá bygt mér ein-
hverskonar skýli, er eg hressist."
„Hann deyr úr hungri,“ sagði
skipstjórinn, en fór að skima í átt-
ina til skips síns, sem lá nú ferð-
búið.
„Hvað eigum við að gera?“ spurði
skipstjóri og beindi orðum sínum til
Dantésar. „Við getuin ekki farið og
skiiið þig eftir — og við verðum að
komast leiðar oklcar*."
„Farið, farið,“ sagði Dantés ákaf-
ur.
„En við getum ekki komið hingað
aftur fyrr en að viku liðinni. ög við
verðum þá að leggja lykkju á leið
okkar til þess að sækja þig.“
„Heyrið mig,“ sagði Dantés, „ef
þið rekist á fiskibát eftir tvo eða
þrjá daga, biðjið þá fiskimennina að
koma og sækja mig og flytja mig lil
Leghorn (Livorno). Eg skal greiða
þeim 25 pjastra fyrir. Rekist þið
ekki á neinn fiskibát, þá komið
sjálfir eftir mér hingað að viku lið-
inni.“
Skipstjórinn hristi höfuðið.
„Baldi skipstjóri," tók nú Jacopo
tií niáls, „við getum ráðið fram úr
þessu á einn veg. Látið mig verða
hér eftir og annast hann.“
„Em þá verður þú af hagnaði þín-
um af ferðinni," sagði Dantés í
mótmælaskyni. „Viltu samt verða
hér eftir?"
„Já,“ sagði Jacopo hiklaust.
„Þú ert drenglundaður maður,