Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 84
162
R O K Iv U R
þeim, sem vilja hefja kvik-
myndaiðnaðinn til þeirrar virð-
ingar, sem hann ætti að njóta,
og knýja framleiðendurna til
þess að bjóða það, sem þeim
væri sæmd að bjóða almenningi
til sýnis, smekkbætandi, fræð-
andi og göfgandi kvikmyndir,
og gera sitt til að almenningur
læri að meta kvikmyndir sem
Kamet-myndina að verðleikum.
Flugferðir um háloftin.
Ýmsir sérfræðingar eru þeirr-
ar skoðunar, að innan fárra ára
verði liægt að fljúga milli New
York og London á 4—6 klukku-
stundum. Þá geti fiugvélar, sér-
staklega útbúnar til báflugs,
flogið 10—15 mílur enskar í
lofti uppi með 500-1000 enskra
mílna braða á klst., vegna þess,
bve loftið er þunt svo hátt uppi
og mótstaða lítil. I háloftunum
(stratospliere), í 50,000 enskra
feta bæð, er mótstaðan lítil sem
engin. Junkerfélagið þýska og
Farman-félagið frakkneska
bafa um skeið haft flugvélar í
smíðum, sem ætlaðar eru til
flugs um báloftin. Reynt befir
verið að lialda öllu leyndu í
sambandi við flugvélar þessar,
sem ætlað er að verði notaðar í
framtíðinni til flutninga og í
hernaði. Þó er mönnum ekki
með öllu ókunnugt um gerð
þessara flugvéla. Junkersflug-
vélin er að útliti svipuð þeirri
tegund flugvéla, sem í ensku
máli er kölluð „monoplane“,
nema að undirbygging vélar-
innar er léttari og vængirnir
mun lengri. A Farman-flug-
vélinni eru vængirnir 60 fer-
metrar að flatarmáli eða 15
ferm. stærri en algengt er. '
flugvélinni er klefi þannig út-
búinn, að loftþrýstingin i klef-
anum lielst óbreytt, þótt bátt sé
flogið. Var útbúnaðurinn á
klefanum og leiðslum sem
standa í sambandi við stjórn á
flugvélinni miklum erfiðleik-
um bundinn. — Tilraunir hafa
þegar verið gerðar með Junk-
ersflugvélina og er búist við, að
í lienni verði liægt að fljúga
55,617 ensk fet í loft upp, en til
samanburðar má geta þess, að
belgiski prófessorinn Piccard
komst i fvrra 52,300 ensk fet í
loft upp í flugkúlu sinni og
liærra hefir enginn maður kom-
ist. Flæst hefir verið flogið í
flugvél 43,000 ensk fet (Apollo
Soucek lautinant í Bandaríkja-
flotanum).
Hvort þær vonir sem sérfræð-
ingarnir gera sér, rætast, er
vafalaust að miklu leyti komið
undir þvi, hvemig tilraunum
Junkerfélagsins og Farmanfé-
lagsins reiðir af.