Rökkur - 01.12.1932, Blaðsíða 109
R O K K U R
187
koma byltingunni af stað fyrit'
viku siðan, en ekki hefði orðið
af því, hvernig sem á þvi stæði.
Azana kvað loks uppreistar-
menn hafa gert sér vonir um,
að fá fylgi fólks í sveitunum,
])ótt þeir gæti ekki unnið borg-
arbúa til fylgis við sig, en þær
vonir hefði brugðist þeim. Bylt-
inguna kvað hann hafa verið
háða til þess að koma á kon-
ungsveldi í landinu á ný.
Þjóðþingið samþykti trausts-
vfirlýsingu til ríkisstjórnarinn-
ar.
Flestir stjórnmálaflokkanna
héldu fund að þingfundi lokn-
um. Flestir flokkanna sendu
nefndir á fund ríkisstjórnarinn-
ar til þess að tjá lienni stuðning
sinn. Yerkamannafélögin lýstu
þvi yfir, að þau mundu berjast
gegn konungssinnum.
Byltingartilraunin liefir elcki
valdið neinu verðfalli á kaup-
höllinni í Madríd. Pesetinn
lækkaði aðeins lítils háttar.“
Þ. 11. ágúst er símað frá
Madríd:
„Býltingartilraun Sanjurjos
fór algerlega út um þúfur
snemma í morgun, er lýðveldis-
herinn nálgaðist. Almenningur
i Sevilla hafði enga samúð með
uppreistarmönnum. I morgun
snemma tilkyntu ýmsir yfir-
foringjar í liði uppreistarmanna
hershöfðingjanum, að þeir
mundu ekki leiða menn sina til
orustu móti lýðveldishemum.
Sanjurjo lagði þá af stað til
landamæra Portúgal, en hann
var handtekinn áður en hann
komst út úr landinu. Þannig
endaði þá þessi byltingartilraun
könungssinna, eftir að uppreist-
artilraunir liöfðu verið hældar
niður fvrst i Jerez og Madrid
og því næst i Sevilla. —
Fjölda margir hafa verið liand-
teknir fjæir þátttöku í uppreist-
irini. Víðtækar varúðarráðstaf-
anir liafa verið gerðar til þess
að koma i veg fyrir, að samúð
væri látin í ljós með konungs-
sinnum. A annað hundrað menn
voru handteknir í nánd við
landamærin. En lýðurinn tók
það í sínar hendur að hegna
ýmsum, sem grunaðir voru um
þátttöku í bruggi konungssinna.
Rán voru framin i húsum kon-
ungssinna í Madrid, Sevilla og
víðar, og' í mörgum húsum, sem
konungssinnar eiga, var kveikt.
A meðan ríkisstjórnin var að
gera gangskör að þvi, að þátt-
takendur i uppreistinni værí
handteknir, framkvæmdu lýð-
veldissinnar og jafnaðarmenn i
Sevilla hótun sína frá í gær og
lýstu yfir allherjarverkfallf.
Allslierjarverkfallið var komið
til framkvæmda snemma í
morgun. Öll umferð hafði stað-
næmst. Hvergi sáust vagnar á