Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 14

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 14
 og var hann lögfestur hér á landi með lögum nr. 7/2011. Rómarsamn­ ingurinn var talinn eðlilegt framhald af Brusselsamningnum.13 Rómarsamningurinn byggir að nokkru leyti á stofnsáttmála Evr­ ópubandalags Evrópu, Rómarsáttmálanum, sbr. 220. gr. hans, þótt þar sé ekki að finna beina tilvísun til stofnsáttmálans. Tilgangur Rómarsamningsins var að festa í sessi samræmdar reglur um lagaskil á sviði samningaréttar. Þá hefur verið bent á að tilgangur samningsins sé að minnka lagalega óvissu á þessu réttar­ sviði og gera það auðveldara að meta hvaða lögum skuli beita í þeim tilvikum sem reynir á alþjóðlegan einkamálarétt.14 Við túlkun Rómarsamningsins er rétt að líta m.a. til 18. gr. hans, þar sem fram kemur að við túlkun hans skuli litið til alþjóðlegs eðl­ is samningsins og þess vilja að í samningnum felist samræmdar reglur á sviði lagaskilaréttar innan Evrópusambandsins. Með Róm­ arsamningnum var lögð fram skýrsla, nokkurs konar greinargerð með samningnum, sem nefnd hefur verið „Guilardo og Legardo skýrslan“ eftir höfundum hennar.15 Hefur því verið haldið fram að sú skýrsla hljóti að vega þungt við skýringu sáttmálans og laga nr. 43/2000.16 Hafa verður þó í huga að Rómarsamningurinn er afurð samvinnu Evrópuríkja sem byggja á ólíkum réttarkerfum. Þannig virðist að nokkru leyti byggt á enskum lagareglum sem kunna að hafa takmarkaða þýðingu við túlkun samningsins og laga nr. 43/2000. Eins og rakið verður hér á eftir byggja lög nr. 43/2000 um laga­ skil á sviði samningaréttar að mestu leyti á Rómarsamningnum. Nú hefur Rómarsamningurinn frá 1980 verið leystur af hólmi með setn­ ingu Rómarreglugerðarinnar sem tók gildi hjá aðildarríkjum Evr­ ópusambandsins 20. júní 2008 og gildir um samninga sem gerðir eru eftir 17. desember 2009.17 Ísland hefur ekki tekið reglugerðina upp í sinn landsrétt og hún er ekki hluti af EES­samningnum. Þar af leiðir að Ísland er ekki bundið af reglugerðinni. Hér á eftir verður fjallað almennt um Rómarreglugerðina þar sem litið verður til meg­ inreglna og undantekninga frá þeim. Þar verður greint frá þeim breytingum á regluverki lagaskilareglna innan Evrópusambands­ ins sem Rómarreglugerðin hefur í för með sér. 13 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 691. Sjá einnig Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 536. 14 Mario Giuliano og Paul Legardo: „Report on the convention on the law applicable to contractual obligations“. Journal of the European Communities 1980, bls. 4­5. 15 Mario Giuliano og Paul Legardo: „Report on the convention on the law applicable to contractual obligations“. 16 Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls. 140. 17 Reglugerð 593/2008. OJ 2008, L 177, bls. 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.