Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 37
 kvæmni í viðskiptum þar sem samningar af þessu tagi séu oft staðl­ aðir og yfirleitt samdir af seljanda vöru eða þjónustu.71 Hvað varðar ákvæði c­ og g­lið er nálgunin talsvert ólík því sem að framan er rakið, en í þessum tilgreindu ákvæðum er miðað við staðinn (l. lex situs) þar sem fasteignin, sbr. c­lið, eða hluturinn, sbr. g­lið, er staðsettur. Hér er miðað við þá reglu sem myndi að jafnaði leiða af væntingum manna, þ.e. að jafnaði myndi aðili búast við að um réttindi yfir fasteign færi eftir lögum þess lands þar sem fast­ eignin er staðsett. Hvað varðar e­lið, um sérleyfissamninga, og f­lið, um dreifingar­ samninga, þá er hugsunin á bak við reglurnar að vernda veikari aðilann í samningssambandinu. Sambærileg sjónarmið eiga og við um d­lið, um styttri leigusamninga. c) Leiðbeiningarreglan í 2. mgr. 4. gr. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. Rómarreglugerðarinnar á við um aðra samn­ inga en þá sem taldir eru upp í 1. mgr. hennar. Í ákvæðinu segir að þegar ákvæði 1. mgr. eigi ekki við eða þegar fleiri en eitt ákvæði í a­h­lið ákvæðis 1. mgr. eigi við skuli samningur fara eftir lögum þess lands þar sem sá aðili, sem efna á aðalskyldu samings, býr eða hefur aðalstöðvar sínar. Skipulag þessa ákvæðis er sambærilegt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 (og Rómarsamningsins). Hins vegar er dregið nokkuð úr áhrifum ákvæðisins með því að telja upp tiltekna samninga í 1. mgr., en þar er um að ræða samninga sem búast má við að reyni oft­ ast á varðandi lagaskil innan samninga. Varðandi hugtakið aðalskylda og umfjöllun um staðsetningu að­ ila má vísa til kafla 4.3.3 hér að framan. d) Matskennda sérreglan í 3. mgr. 4. gr. Rétt eins og í Rómarsamningnum, sbr. 5. mgr. 4. gr. hans, er að finna sérreglu í Rómarreglugerðinni, sbr. 3. mgr. 4. gr., þar sem er að finna heimild til að víkja til hliðar reglunum í 1. og 2. mgr. 4. gr. Í 3. mgr. 4. gr. kemur fram að sé ljóst af öllum aðstæðum að samningur hafi bersýnilega (e. manifestly) meiri tengsl við annað land en leiðir af 1. og 2. mgr. eigi að beita lögum þess lands. Markmiðið með breytingunni sem gerð var með Rómarreglu­ gerðinni var að eyða þeirri óvissu sem talin var felast í ákvæði 4. gr., eins og það var í Rómarsamningnum og er í lögum nr. 43/2000. Ekki verður séð að það hafi tekist með öllu, en vissulega hefur verið tek­ ið af skarið um að líta eigi svo á að 3. mgr. 4. gr. feli í sér undantekn­ ingu frá meginreglu í 1. mgr. og eftir atvikum 2. mgr., en orðinu 71 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 220.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.