Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 102

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 102
00 að nokkru leyti sérstök66 og ætla verður, að þrátt fyrir að það kunni í sumum tilvikum að hafa sérstaka þýðingu að byggja á báðum lið­ um, þá sé hin hagnýta þýðing þess hvort byggt sé á a­lið, b­lið eða báðum liðunum almennt takmörkuð á sviði kynferðisbrota. Ákvæð­ ið í 1. mgr. heimilar sem fyrr segir að láta þann sem fellur að lýsingu a­ eða b­liðar greiða miskabætur og þegar sakfellt hefur verið fyrir kynferðisbrot er yfirleitt ljóst að skilyrði 1. mgr. eru uppfyllt.67 Dóm­ stólar eru sem fyrr segir ekki nákvæmir í tilvísun til 26. gr. við slíkar aðstæður, heldur fara almennt beint í að meta fjárhæð bótanna, út frá þeim sjónarmiðum sem rakin verða hér á eftir. Það er það mat sem ræður úrslitum um fjárhæðir og almennt verður að telja ólík­ legt að það breyti miklu um matið í framkvæmd hvort byggt sé á a­ eða b­lið, eða báðum, en hvor liður um sig nægir sem fyrr segir svo 1. mgr. verði beitt. Ekki er þó útilokað að slíkt hafi þýðingu í sérstökum tilvikum, sem fyrr greinir, en frekari greining á skilunum á milli a­ og b­liðar 1. mgr. 26. gr. verður hér látin liggja á milli hluta. Ólíkt því sem á við um 3. og 4. gr. skaðabótalaga, þar sem bóta­ fjárhæðir eru sem fyrr segir staðlaðar, hvíla fjárhæðir bóta sam­ kvæmt 26. gr. á matskenndum ákvörðunum dómara.68 Í skýringum við núverandi 26. gr. í lögskýringargögnum var eftirfarandi tekið fram um ákvörðun bótafjárhæða: Lögð er áhersla á að fjárhæðir bóta samkvæmt greininni eiga að ákvarðast samkvæmt því sem sanngjarnt þykir hverju sinni. Hafa skal m.a. í huga umfang tjóns, sök tjónvalds og fjárhagsstöðu hans. Séu börn fórnarlömb kynferðisbrota ber að líta til þess hversu alvarlegar afleiðingar brots eru fyrir þau, svo og til eðlis verknaðarins, hve lengi misnotkunin hefur staðið og hvort um misnotkun fjölskyldu­ eða trúnaðartengsla er að ræða. Slík tengsl eiga ekki að leiða til lækkunar bóta.69 Í grein Ásu Ólafsdóttur frá árinu 2006 er ítarlega fjallað um ákvörðun miskabóta vegna kynferðisbrota samkvæmt 26. gr., og 66 Virðist verða að skilja dóminn þannig að ábyrgðin vegna kynferðisbrotanna sem slíkra hafi verið samkvæmt b­lið en ábyrgðin vegna kynsjúkdóms sem sakfelldi smitaði brota­ þola af samkvæmt a­lið. 67 Þess má þó geta að af sviði líkamsárásarmála má finna dæmi um að sakfellt hafi verið fyrir ásetningsbrot en samt verið sýknað af miskabótakröfu samkvæmt 26. gr., sbr. Hrd. 1995, bls. 1122, þar sem Hæstiréttur sagði einfaldlega: „Eigi eru skilyrði til að beita ákvæð­ um [26. gr.] í þessu máli.“ Ekki er fyllilega ljóst hvaða skilyrði dómstóllinn taldi skorta og efast má um fordæmisgildi dómsins í dag. 68 Því má þó reyndar halda fram að í tilviki sumra þeirra áverka, sem endurteknir dómar hafa gengið um, sé nánast kominn vísir að því að bætur séu staðlaðar, t.d. í tilviki nef­ brota. 69 Alþt. 1998­1999, A­deild, bls. 1300. Þessi sjónarmið voru jafnframt áréttuð í nefndaráliti meirihluta allsherjarnefndar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.