Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 61

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 61
 Helstu afbrigði þessarar tegundar eru á ensku nefnd wash sales, matched orders, circular trades og painting the tape.29 Ákvæðið um raunveruleg viðskipti eða tilboð er að finna í a­lið 1. tl. 1. mgr 117. gr. og er svohljóðandi: [E]iga viðskipti eða gera tilboð sem gefa eða eru líkleg til að gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna.30 Markaðsmisnotkun í formi raunverulegra viðskipta eða tilboða felur í sér tilraun til að hafa áhrif á markaðsverð skráðra fjármála­ gerninga einungis með því að kaupa og selja þá eða setja fram kaup­ og sölutilboð.31 Viðskiptin eða tilboðin teljast til markaðsmisnotk­ unar ef þau gefa framboð, eftirspurn eða verð fjármálagerninga ranglega eða misvísandi til kynna. Eins og við á um allar tegundir markaðsmisnotkunar í 117. gr. vvl. er ýmis viðmið að finna í 7.­9. gr. reglugerðar nr. 630/2005 um innherjaupplýsingar og markaðssvik. Skýrasta dæmið um markaðsmisnotkun í formi raunverulegra viðskipta eða tilboða er meginumfjöllunarefni þessarar greinar, marking the close. Markaðsmisnotkun við opnun markaðar hefur hingað til ekki, svo höfundi er kunnugt um, verið talið sérstakt af­ brigði markaðsmisnotkunar. Í næstu tveimur köflum verður vikið nánar að þessum tveimur afbrigðum markaðsmisnotkunar sem falla undir a­lið 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl.32 3.2 Markaðsmisnotkun í krafti markaðsstyrks Markaðsmisnotkun í krafti markaðsstyrks hefur nokkra sérstöðu þar sem slík markaðsmisnotkun felur ekki beint í sér miðlun rangra eða misvísandi upplýsinga, sem á ensku nefnist misinformation, heldur felst hún í því að tryggja (e. secure) óeðlilegt eða tilbúið verð á fjármálagerningi með því að þvinga verðið í þá átt með viðskipt­ um eða tilboðum. Ákvæði b­liðar 1. tl. 1. mgr. 117. gr. tekur til framangreinds. Þar segir: 29 Sjá CESR/04/505b, bls. 11. 30 Þó er ekki um markaðsmisnotkun að ræða ef aðilinn sem átti viðskiptin eða gaf fyrir­ mæli um þau geti sýnt fram á að ástæður að baki þeim séu lögmætar og að viðskiptin eða fyrirmælin hafi verið í samræmi við viðurkennda markaðsframkvæmd á viðkomandi skipulegum verðbréfamarkaði, sbr. seinni málsl. b­liðar 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl. Í íslenska ákvæðinu um markaðsmisnotkun virðist undantekningarákvæðið eiga aðeins við b­lið. Sé hins vegar 2. mgr. 1. gr. MAD tilskipunarinnar skoðuð sést greinilega að íslenska ákvæðið var ekki innleitt með réttum hætti. Í tilskipuninni á undantekningin við bæði a­ og b­lið 1. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl. 31 Emilios Avgouleas: The mechanics and regulation of market abuse, bls. 131. 32 Sjá umfjöllun um heimfærslu á marking the close hjá Jesper Lau Hansen: Værdipapirhand­ elsloven med kommentarer, bls. 429. Sjá einnig Heinz­Dieter Asssmann og Uwe H. Schneider: Wertpapierhandelsgesetz, bls. 825­826.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.