Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 20
 dóms, sem staðfestur var að þessu leyti í Hæstarétti með vísan til forsendna, sagði m.a.: Í lögum nr. 43/2000, um lagaskil á sviði samningaréttar, segir í 1. mgr. 3. gr. að um samninga skuli beita þeim lögum sem samningsaðilar hafa valið berum orðum eða þeim lögum sem með vissu verða talin leiða af samn­ ingnum sjálfum eða öðrum atvikum. Síðan segir að samningsaðilar geti samið svo um að þau lög sem vísað er til skuli gilda um samninginn í heild eða aðeins um tiltekinn hluta hans. Óumdeilt er að í skilmálum [L] um inn­ stæðurnar, kemur fram að ensk lög skuli gilda um þá samningsskuldbind­ ingu. Samkvæmt því verður ákvæðum enskra laga beitt um rétt [F] til að krefjast vaxta af kröfu sinni. Af því leiðir að hvorki verður fallist á aðal­ kröfu varnaraðilans [F] um íslenska dráttarvexti samkvæmt 1. mgr. 6. gr. laga nr. 38/2001, né 1. varakröfu hans um vexti samkvæmt grunnvöxtum Englandsbanka, að viðbættu vanefndaálagi samkvæmt 6. gr. vaxtalaga nr. 38/2001. Að þessu sögðu var fallist á að um vexti af kröfunum færi eftir enskum lögum (Judgement Act frá 1838). Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu með vísan til forsendna ásamt eftirfarandi athugasemd: Samkvæmt því [staðfestingu réttarins með vísan til forsendna héraðsdóms] og með vísan til c. liðar 3. mgr.32 10. gr. laga nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar er og staðfest sú úrlausn hins kærða úrskurðar að reglur breskra laga gildi um rétt varnaraðilans [F] til að krefjast vaxta af hinum framseldu kröfum, þótt um meðferð og rétthæð þeirra við slitin og inn­ stæðutryggingarvernd fari að íslenskum lögum. Dómur þessi er að öllu leyti í takt við meginregluna í 3. gr. laga nr. 43/2000 og enn fremur almenna meginreglu íslensks réttar um samningsfrelsi. Hér má einnig benda á dóm Hæstaréttar frá 12. október 2011 í máli nr. 398/2011 þar sem fjallað var um ágreiningskröfu við slit Kaup­ þings banka hf. Bankinn hafði gefið út skuldabréf sem kröfuhafar keyptu. Enn fremur var undirliggjandi samningur milli kröfuhafa og bankans. Bæði skuldabréfið og samningurinn kváðu á um að skjölin skyldu túlkuð samkvæmt lögum New York ríkis. Fallist var á að beita ætti þeim lögum í málinu. Sömu niðurstöðu má einnig sjá í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 15. desember 2011 í máli nr. X-83/2011, úrskurði Héraðsdóms Reykja­ víkur frá 20. október 2011 í máli nr. X-264/2010 og úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. nóvember 2009 í máli nr. X-6/2009. Í dæmaskyni má einnig nefna enskan dóm, In Companie Tunisi­ enn de Navigation SA gegn Companie d´Armement Maritime SA.33, en 32 Hér á að mati höfundar augljóslega að standa „1. mgr.“. 33 [1971] AC 572.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.