Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 56

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 56
 málamarkaða Bandalagsins og auka tiltrú fjárfesta á þessum mörk­ uðum.9 Þar sem ákvæðið um markaðsmisnotkun í vvl. er innleiðing á ákvæði MAD tilskipunarinnar um markaðsmisnotkun er eðlilegt að líta til formála tilskipunarinnar hvað þetta varðar. Með öðrum orðum er banninu ætlað að auka traust almennings á fjármálamörkuðum.10 Eðli málsins samkvæmt vill almenningur ekki fjárfesta ef hann getur ekki treyst því að upplýsingar sem liggja fyrir á markaðinum séu réttar. Því má segja að einföld hagfræðileg rök liggi til grundvallar banni við markaðsmisnotkun.11 Jafnvel þó að vvl. séu þögul um markmiðið má ráða af staðsetn­ ingu markaðsmisnotkunarákvæðisins í lögunum hvert markmið bannsins er. Ákvæðið er í XII. kafla vvl. sem ber heitið verðmyndun á skipulegum verðbréfamarkaði.12 Skilvirk verðmyndun er grunnforsenda heildarvirkni fjármálamarkaða og slík verðmyndun væri ekki fyrir hendi ef fjárfestar og almenningur treystu ekki þeim upplýsingum sem eru til staðar markaðinum. Af þeim sökum er mikilvægt að banna markaðsmisnotkun á fjármálamörkuðum.13 Við mat á því hvort tiltekin háttsemi falli undir bann við mark­ aðsmisnotkun er vert að hafa í huga ofangreind markmið. Þegar vafi leikur á um túlkun á ákvæði um markaðsmisnotkun í MAD til­ skipuninni hefur Evrópudómstóllinn beitt markmiðsskýringu. Í ný­ legum dómi Evrópudómstólsins, IMC Securities BV gegn hollenska fjár­ málaeftirlitinu,14 frá 7. júlí 2011 í máli nr. C-445/09, tók dómstóllinn til skoðunar hvort orðalag síðari málsl. a­liðar 2. mgr. 1. gr. tilskipunar­ innar fæli í sér þá kröfu að gengi viðkomandi fjármálágernings þyrfti að haldast stöðugt í ákveðinn tíma til að um brot gegn ákvæðinu gæti verið að ræða vegna orðalagsins að tryggja (e. se­ cure). Ákvæðið er svohljóðandi í íslenskri þýðingu: 9 Á ensku: „The objective of legislation against insider dealing is the same as that of leg­ islation against market manipulation: to ensure the integrity of Community financial mar­ kets and to enhance investor confidence in those markets.“ Sjá til hliðsjónar Jesper Lau Hansen: Værdipapirhandelsloven med kommentarer, bind 2. Kaupmannahöfn 2010, bls. 413. 10 Sjá til hliðsjónar 2. og 15. forsendu MAD tilskipunarinnar. 11 Sjá til hliðsjónar athugasemdir 10. gr. frumvarps er varð að lögum nr. 31/2005: „Upp­ lýsingar um viðskipti og tilboð sem sýnileg verða markaðsaðilum eru mikilvæg forsenda verðmyndunar á markaði. Tilboð eða viðskipti sem gefa ekki rétta mynd af framboði, eft­ irspurn eða verði geta því haft alvarlegar afleiðingar fyrir markaðinn og skaðað hann.“ Alþt. 2004­2005, A­deild, bls. 3696. 12 Ákvæðið gildir einnnig um markaðstorg fjármálagerninga (MTF), sbr. 2. mgr. 115. gr. vvl. 13 Sjá til hliðsjónar umfjöllun Jesper Lau Hansen: Værdipapirhandelsloven med kommentarer, bls. 413. 14 Stichting Autoriteit Financiële Markten.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.