Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 83

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 83
 miska samkvæmt 4. og 5. gr., og bætur síðan gerðar upp á grund­ velli matsins. Þetta er til að mynda hið hefðbundna ferli þegar um umferðarslys og vinnuslys er að ræða, líkt og hin fjölbreytta dóma­ framkvæmd vegna slíkra slysa, þar sem deilt er um framangreinda liði, ber með sér. Þegar kemur hins vegar að kynferðisbrotum2 (og raunar líkamsárásum einnig) virðist afar sjaldgæft að fram fari mat á afleiðingum slíkra brota, heldur er almennt látið sitja við að krefj­ ast miskabóta á grundvelli 26. gr. skaðabótalaga, sem er að finna í III. kafla laganna. Þegar horft er til dómaframkvæmdar Hæstaréttar um kynferðisbrot síðastliðin fimm ár, þ.e. frá 2007 til og með 2011, verður ekki séð að í nokkru málanna hafi legið fyrir mat samkvæmt I. kafla skaðabótalaga á varanlegum afleiðingum viðkomandi brots. Virðast dómar þó stundum bera með sér að tjónþoli kynni að hafa átt rétt á umtalsverðum bótum samkvæmt I. kafla laganna. Í þess­ um kafla verður stuttlega hugað að slíkum möguleikum, þ.e. að því hvernig kynferðisbrot horfa við áðurnefndum bótaliðum I. kafla. Ekki verður fjallað um saknæmisskilyrði eða önnur almenn skilyrði skaðabótaskyldu heldur einskorðast umfjöllunin við það hvers kon­ ar bætur koma til álita, að gefnum almennum skilyrðum skaðabóta­ skyldu. Rétt er þó að benda á að þegar sakfellt hefur verið fyrir brot gegn XXII. kafla hegningarlaga hefur þegar verið komist að niður­ stöðu um að ákærði hafi framið refsivert brot af ásetningi, í und­ antekningartilvikum af gáleysi.3 2.2 Bætur fyrir tímabundið atvinnutjón Í 2. gr. skaðabótalaga er mælt fyrir um bætur fyrir tímabundið at­ vinnutjón, en með slíku tjóni er átt við tímabundinn missi launa­ tekna vegna líkamstjóns.4 Algengt er í alvarlegri vinnuslysum og umferðarslysum að tjónþoli sé óvinnufær í einhvern tíma fyrst eftir slysið og eigi þá rétt á bótum samkvæmt 2. gr. Þótt lítið virðist hafa 2 Hér verður ekki lagst í sérstakar útskýringar á hugtakinu „kynferðisbrot“, en um þau er fjallað í XXII. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Skipta má ákvæðum kaflans í fjóra flokka, þ.e. í fyrsta lagi í nauðgun og önnur brot gegn kynfrelsi fólks, í öðru lagi kynferð­ isbrot gegn börnum, í þriðja lagi vændi og í fjórða lagi brot gegn blygðunarsemi og klám. Sjá Ragnheiður Bragadóttir: Kynferðisbrot. Ritröð Lagastofnunar Háskóla Íslands 3. Reykjavík 2006, bls. 9. Líkt og eftirfarandi blaðsíður bera með sér beinist umfjöllunin í reynd einkum að bótum vegna fyrstu tveggja brotaflokkanna en höfundur leyfir sér þó til hagræðis að nota hið almennara hugtak kynferðisbrot við umfjöllunina. Með sama hætti verður gjarnan vísað með almennum hætti til „líkamsárásarmála“, en með því hugtaki er vísað til mála vegna brota sem eiga undir 217.­219. gr. almennra hegningarlaga. Þótt framangreind nálg­ un sé ekki allskostar nákvæm hæfir hún að mati höfundar fyllilega eðli greinarinnar, sem innleggi á sviði skaðabótaréttar, en um nákvæmari umfjöllun um hegningarlagaákvæðin verður að vísa til umfjöllunar á sviði refsiréttar. 3 Eina ákvæðið um gáleysi í tilviki kynferðisbrota er 204. gr. hegningarlaga. 4 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur. Reykjavík 2005, bls. 624.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.