Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 62

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 62
0 [E]iga viðskipti eða gera tilboð sem tryggja óeðlilegt verð eða búa til verð á einum eða fleirum fjármálagerningum.33 Í samsvarandi ákvæði MAD tilskipunarinnar er fjallað um að „einn aðili eða fleiri í samstarfi“ sem er ekki að finna í íslenska ákvæð­ inu, sbr. umfjöllun þar um í kafla tvö. Í athugasemdum með frum­ varpi er varð að lögum nr. 31/2005, sem innleiddi m.a. MAD tilskip­ unina í íslenskan rétt, er þessi munur á ákvæðunum ekki útskýrður. Dæmi um markaðsmisnotkun í krafti markaðsstyrks eru m.a. nefnd cornering, squeezing og pumping and dumping34 á ensku. 4. MARKAÐSMISNOTKUN VIÐ OPNUN OG LOKUN MARKAÐAR Við opnun og lokun markaðar er hægt að hafa mikil áhrif á verð­ myndun skráðra fjármálagerninga með tiltölulega litlum tilkostn­ aði. Skýrist það af því að opnunar­ og lokunarverð skráðra fjár­ málagerninga ræðst oft og tíðum af síðustu viðskiptum fyrir opnun eða lokun markaðar. Ein eða örfá viðskipti eða tilboð geta því ráðið verði viðkomandi fjármálagernings þegar markaðir opna eða loka tiltekinn viðskiptadag.35 Ástæðan fyrir því að gengið á þessum tímapunktum er sérstaklega þýðingarmikið er sú að margir miða við lokagengi fjármálagernings, beint og óbeint, í forsendum fyrir útreikningum og ákvarðanatöku. Þróun lokagengis getur haft mikla þýðingu fyrir fjárfestingarákvarðanir almennra fjárfesta. Auk þess er í mörgum afleiddum fjármálagerningum miðað við lokagengið, t.d. í afleiðusamingum. Bónusgreiðslur miðast oft og tíðum við lokagengi hlutabréfa fyrirtækisins við lok hvers ársfjórðungs og í uppgjörum fyrirtækja er miðað við lokagengið. Mikilvægi opn­ unarverðs felst fyrst og fremst í þeim áhrifum sem hækkun gengis við opnun markaðar getur haft á þróun gengisins yfir daginn. Í neðangreindri umfjöllun verður vikið nánar að markaðsmisnotk­ un við opnun og lokun markaðar. Leitast verður við að greina til hvaða atriða er litið við mat á því hvort um markaðsmisnotkun er að ræða eða ekki. Í lok kaflans verður nýlegt dómsmál reifað þar sem þrír miðlarar voru ákærðir fyrir markaðsmisnotkun við lokun markaðar. 33 Í seinni málslið b­liðar er að finna undantekninguna frá markaðsmisnotkun sem fjallað var um í neðanmálsgrein 24 hér að ofan. 34 Þess ber þó að geta að pumping and dumping getur einnig átt við um markaðsmisnotkun í formi rangrar upplýsingagjafar. Sjá Aðalstein E. Jónasson: Viðskipti með fjármálagerninga, bls. 547 og til hliðsjónar CESR/04/505b, bls. 11. 35 Sjá til hliðsjónar Emilios Avgouleas: The mechanics and regulation of market abuse, bls. 137.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.