Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 18

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Qupperneq 18
 4. HELSTU MEGINREGLURNAR UM LAGAVAL 4.1 Inngangur Í þessum kafla verður litið til þeirra meginreglna sem gilda um lagaval samkvæmt ákvæðum laga nr. 43/2000. Nánar tiltekið eru meginreglurnar í 3. og 4. gr. laganna. Annars vegar er um að ræða reglur þar sem aðilar að samningi velja sér lög sem gilda eiga um samninginn, sbr. 3. gr., og hins vegar reglur sem eiga við þegar að­ ilar hafa ekki samið um lagaval, sbr. 4. gr. laganna. 4.2 Samningur um lagaval, sbr. 3. gr. laga nr. 43/2000 4.2.1 Inngangur Í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 kemur fram að um „samninga [skuli] beita þeim lögum sem samningsaðilar hafa valið berum orðum eða þeim lögum sem með vissu verða talin leiða af samningnum sjálf­ um eða öðrum atvikum“. Ákvæði 1. mgr. er þannig tvískipt; ann­ ars vegar er vikið að lagavali með beinum orðum og hins vegar með þeim hætti sem talið verður „leiða af samningnum sjálfum eða öðr­ um atvikum“. Ákvæðið er byggt á, og er raunar bein þýðing á, ákvæði 3. gr. Rómarsamningsins. Verður nú fjallað um hvort þess­ ara atriða fyrir sig. 4.2.2 Lög valin „berum orðum“ Fyrra atriðið lýtur að því að beita skuli þeim lögum sem samnings­ aðilar hafa valið berum orðum, sbr. 1. mgr. 3. gr. Samræmist þessi lagaregla vel meginreglunni um samningsfrelsi manna og reglunni um skuldbindingargildi samninga sem felur m.a. í sér að menn ráða því almennt hvort þeir gangi til samningsgerðar og hvers efnis samningur er.27 Það er því viðurkennt sem almenn meginregla að aðilar geti samið um hvaða lög eigi að gilda um samning þeirra. Þessi meginregla um frelsi aðila til að semja um hvaða lög gilda um samninga gilti fullum fetum fyrir gildistöku laga nr. 43/2000 sam­ kvæmt óskráðum meginreglum íslensks réttar.28 Reglan um frelsi aðila til að semja um lagaval virðist næsta aug­ ljós en hún er afar þýðingarmikil í viðskiptalífinu. Einkum er þýð­ ingarmikið að svara þeirri spurningu hvort dómstóll fallist á að lög tiltekins lands séu valin til að gilda um samning þegar samningur­ inn hefur engin tengsl við landið. Dómstólar í tilteknu ríki kunna að gera þær kröfur að lagaval sé í einhverjum tengslum við landið, t.d. 27 Páll Sigurðsson: Samningaréttur. Reykjavík 1987, bls. 25­26. 28 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 693. Sjá hér einnig Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls. 141. Eyvindur nefnir til stuðnings umfjöllun sinni um megin­ regluna nokkra hæstaréttardóma, Hrd. 1977, bls 1048, Hrd. 1982, bls 1665 og Hrd. 1989, bls. 1508.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.