Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 68

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 68
 verðmæti eignasafns Carnegie banka, en bankinn var á þeim tíma með stórar stöðutökur í umræddum afleiðum. Fyrir dómi játuðu ákærðu að hafa átt þau viðskipti og sett fram þau tilboð sem til­ greind voru í ákæru. Þeir neituðu þó að hafa gerst sekir um mark­ aðsmisnotkun og vísuðu til þess að viðskiptalegar forsendur hefðu legið að baki viðskiptunum og tilboðunum. Ákærðu settu tilboðin fram rétt fyrir lokun markaðar og leiddu þau til viðskipta í mörgum tilvikum. Samkvæmt ákærunni ákvörð­ uðu viðskipti og tilboð ákærðu dagslokaverð afleiðnanna, í sumum tilvikum á síðasta viðskiptadegi ársins og í öðrum tilvikum á síð­ asta viðskiptadegi mánaðarins. Í öllum tilvikum var bankinn með talsvert magn af umræddum afleiðum í eignasafni sínu sem voru á gjalddaga rétt eftir að viðskiptin áttu sér stað eða tilboðin voru sett fram í viðskiptakerfi kauphallarinnar. Með öðrum orðum höfðu ákærðu talsverða hagsmuni af því að hafa áhrif á gengi afleiðnanna á þessum tímapunktum. Ákæruvaldið taldi ástæðu háttsemi ákærðu hafa verið að hylja slóð slæmra viðskipta og hafa áhrif á útreikninga árangurstengdra greiðslna. Fyrir dómi héldu ákærðu því fram að tilboðin sem þeir settu fram hefðu verið hluti af viðskiptaáætlun sem miðaði meðal annars að því að takmarka áhættu bankans af afleiðunum. Ákærðu vísuðu einnig til þess að þeir hefðu keypt afleiðurnar á eins lágu gengi og mögulegt var og selt þær aftur þegar gengið var sem hæst. Héraðsdómur og áfrýj­ unardómstóllinn töldu að tilboðin sem ákærðu settu fram rétt fyrir lok­ un markaðar fælu í sér vísbendingu um markaðsmisnotkun. Þrátt fyr­ ir það voru ákærðu sýknaðir á báðum dómstigum með vísan til þess að skort hefði á að ákæruvaldinu hefði tekist að sýna fram á að skýringar ákærðu á háttseminni ættu ekki við rök að styðjast. 4.2 Annað tímamark en við lokun markaðar – tímamark í samningi Erlenda heitið á markaðsmisnotkun við lokun markaðar er marking the close. Segja má að erlenda heitið sé rýmra orðað heldur en hið íslenska þar sem erlenda heitið vísar til þess að verið sé að marka lokin á einhverju og gefur til kynna að ekki þurfi að miða endilega við lokun á viðskiptadeginum. Um annað tímamark getur verið að ræða, t.d. á miðjum viðskiptadegi, þótt rætt sé um marking the close. Tímamark í samningum, þar sem undirliggjandi verðmæti miðast við gengi skráðs fjármálagernings, getur verið á miðjum viðskipta­ degi, eins og raunin var í eftirfarandi dómsmáli frá Svíþjóð. Í dómi sænska áfrýjunardómstólsins, Svea Hovrätt, frá 31. október 2001, í máli nr. B 6675-00,56 hafði ákærði gefið fyrirmæli um sölu á 56 Hægt er að nálgast flesta dóma Svea Hovrätt á eftirfarandi vefslóð: www.rattsinfosok. dom.se/. Dóminum var ekki áfrýjað til Hæstaréttar Svíþjóðar, Högsta domstolen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.