Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 98

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Side 98
 sækja um innan frestsins, jafnvel þótt hann kunni að gera fyrirvara um hina endanlegu kröfugerð þar til búið er að staðreyna tjónið. Hér má benda á Hrd. 2005, bls. 4377 (mál nr. 194/2005), þar sem bæt­ ur fengust ekki greiddar samkvæmt lögunum, enda hefði umsókn­ in ekki borist bótanefnd innan tveggja ára og ekki lægju fyrir veiga­ mikil rök til að víkja frá því skilyrði. 2.8 Hvaða áhrif hefur gjaldfærni hins brotlega á kröfuna? Jafnvel þótt hinn brotlegi sé ógjaldfær kann brotaþoli að geta fengið bótakröfu sína, eða í öllu falli hluta hennar, greidda af ríkissjóði. Lög um greiðslu ríkissjóðs á bótum til þolenda afbrota nr. 69/1995, sem hér hafa nokkuð verið nefnd, miðuðu einmitt að því að styrkja stöðu brotaþola að þessu leyti með því að tryggja greiðslu tiltek­ inna bóta úr ríkissjóði. Lögin taka meðal annars til tjóns sem leiðir af broti á XXII. kafla almennra hegningarlaga um kynferðisbrot, og raunar virðist viljinn til að bæta stöðu brotaþola í kynferðisbrota­ málum hafa verið meginhvatinn að baki lögunum.52 Enginn vafi er á því að þetta hefur styrkt stöðu margra brotaþola, enda er staðan oft sú að gerendur í þeim brotamálum sem falla undir lögin eru ógjaldfærir.53 Hér verður ekki fjallað með almennum hætti um skilyrði bóta­ greiðslu samkvæmt lögunum heldur verður um slík atriði að vísa annað.54 Hins vegar skal bent á að takmarkanir eru á fjárhæð þeirra bóta sem greiðast samkvæmt lögunum. Þannig mælir 7. gr. fyrir um að af dæmdum eða ákvörðuðum bótum, að vöxtum meðtöldum, greiði ríkissjóður ekki hærri fjárhæð en 2.500.000 kr. fyrir líkamstjón og 600.000 kr. fyrir miska. Framsetningin að þessu leyti er ekki eins skýr og æskilegt væri, enda fela bætur fyrir líkamstjón samkvæmt I. kafla skaðabótalaga í sér tvenns konar bætur fyrir miska, þ.e. þján­ ingabætur og bætur fyrir varanlegan miska, auk þess sem bætur samkvæmt 26. gr. skaðabótalaga geta komið til í tilviki líkamstjóns, sbr. það sem að framan greinir um I. kafla og það sem á eftir greinir um 26. gr. Ákvæðin í 7. gr. laga nr. 69/1995 ber þó að skilja svo að 600.000 kr. hámarkið „fyrir miska“ lúti að bótum samkvæmt 26. gr. 52 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 464. 53 Sjá t.d. Þorgeir Ingi Njálsson: „Um bætur til þolenda afbrota og störf bótanefndar“, bls. 11, en 19. gr. laganna mælir fyrir um endurkröfurétt ríkisins á hendur tjónvaldi: „Lög nr. 69/1995 hafa nú verið í gildi í tæp 10 ár. Bótagreiðslur ríkissjóðs á grundvelli laganna fram til 1. janúar 2006 nema rétt rúmum 400 milljónum króna. Ganga má út frá því sem vísu að árangur af innheimtuaðgerðum ríkissjóðs gagnvart tjónvöldum sé rýr, það er að einungis takist að litlu leyti að ná til baka þeim fjármunum sem ráðstafað hefur verið úr ríkissjóði samkvæmt ákvörðunum bótanefndar. Ekki eru tiltækar upplýsingar um þetta, en þeir sem til þekkja hafa talið að hlutfallið sé innan við 20%.“ 54 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 463­472, og Þorgeir Ingi Njálsson: „Um bætur til þolenda afbrota og störf bótanefndar“, bls. 5­23.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.