Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 45

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 45
 breytingum, en þau er nú að finna í 6. gr. Rómarreglugerðarinnar. Helstu efnisatriði ákvæðisins samkvæmt Rómarreglugerðinni er að samningur sem neytandi gerir skuli lúta lögum þess lands þar sem hann býr, að því gefnu að gagnaðilinn inni af hendi skyldu sína í því landi eða gefi leiðbeiningar um efndir slíkra skyldna sem eiga að fara fram í því landi, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Ef þess­ um skilyrðum um skyldur gagnaðila er ekki fullnægt þá skal fara um lagaval eftir meginreglunum í 3. og 4. gr. hennar. Þrátt fyrir þetta er aðilum heimilt að semja um hvaða lög gildi, en ákvæði um lagaval getur þó ekki takmarkað þá vernd sem neytandi nýtur sam­ kvæmt lögum þess ríkis sem myndu gilda ef ekki væri samið um hvaða lög giltu, sbr. 2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar. Þessi regla er sambærileg þeirri sem um getur í 2. mgr. 5. gr. laga nr. 43/2000 og leiddi af sama ákvæði Rómarsamningsins. 5.3 Góðir siðir og allsherjarregla, sbr. 16. gr. Samkvæmt 16. gr. laga nr. 43/2000 er aðeins heimilt að láta hjá líða að beita lögum tiltekins lands sem lögin vísa til að þau teljist aug­ ljóslega andstæð góðum siðum og allsherjarreglu hér á landi. Regla þessi er kölluð public policy á ensku og er grundvaölluð á 16. gr. Rómarsamningsins. Ekki verður séð að þessu lagaákvæði hafi verið beitt hér á landi. Í ákvæðinu felst að dómstóll á Íslandi getur hafnað því að unnt sé að efna samningsákvæði þó að það sé gilt samkvæmt þeim lögum sem gilda um samninginn. Reglan gildir í lagaskilarétti flestra ríkja og er það víða viður­ kennd regla að beiting erlendra laga fyrir dómstólum heimaríkis sé ávallt háð þeirri forsendu að reglur erlendra laga fari ekki bága við góða siði og allsherjarreglu heimaríkisins.80 Það má hugsa sér að minnsta kosti tvenns konar dæmi þar sem íslenskur dómstóll myndi hafna viðurkenningu á samningsákvæði á grundvelli ákvæðisins. Í fyrsta lagi ef samningsákvæðið væri talið fara í bága við almennar hugmyndir alls þorra manna um góða siði og allsherjarreglu. Taka má sem dæmi að samningsákvæði færi gegn íslenskum grundvallarlögum, s.s. mannréttindaákvæðum. Í öðru lagi ef talið væri að það færi gegn mikilvægum hagsmunum almennings að fallast á samningsákvæði og ætti það þá aðeins við ef málið hefði einhver tengsl við Ísland önnur en að málið væri rekið á Íslandi.81 Sem dæmi um hið síðarnefnda má nefna að samnings­ ákvæði fæli í sér að farið væri gegn veigamiklum grundvallarreglum um vernd launþega. Líkt og tekið er fram í 16. gr. laganna verður að vera um beitingu 80 Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls. 192­193. 81 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 237.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.