Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 15
 3.3 Rómarreglugerðin frá 17. júní 2008 Rómarreglugerðin um lagaskil á sviði samningaréttar var formlega samþykkt 17. júní 2008 og á við um samninga sem gerðir eru eftir 17. desember 2009, líkt og áður greinir. Markmiðið með reglunum var sem fyrr að skapa samræmdar reglur á sviði lagaskilaréttar inn­ an Evrópusambandsins, en innri markaður sambandsins var ekki talinn geta virkað sem skyldi nema ef slíkar samræmdar reglur væru fyrir hendi, sbr. 6. gr. aðfaraorða reglugerðarinnar. Reglurnar áttu enn fremur að samræmast öðrum sviðum alþjóðlegs einka­ málaréttar, t.d. er lýtur að fullnustu dóma og reglum um varnarþing. Með reglugerðinni var leitast við að sníða af þá annmarka sem talið var að væru á Rómarsamningnum frá 1980. Í aðfaraorðum reglugerðarinnar er helstu meginreglum hennar lýst með almennum orðum sem í stuttu máli má segja að samrýmist því sem byggt var á í Rómarsamningnum. Þannig segir að samn­ ingsfrelsi manna, sem felur m.a. í sér að aðilar geti sammælst um lögum hvers lands skuli beita, gildi áfram fullum fetum sem þunga­ miðja reglugerðarinnar, sbr. 11. gr. aðfaraorðanna. Í þeim tilvikum þegar ekki hefur verið samið um hvaða lög gildi um samning skuli líta til tegundar samnings, hvaða aðili skuli inna af hendi aðalskyldu samnings eða nánustu tengsl samnings við tiltekið land, sbr. 19. og 20. gr. aðfaraorðanna. Í þessum tilvikum var reglunum úr Rómar­ samningnum breytt að nokkru leyti þó að efnisatriðin séu eðlislík, en fjallað verður nánar um það síðar í greininni. 3.4 Lög nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar, gildissvið þeirra og túlkun Sérreglur um lagaskil á sviði samningaréttar voru settar á Íslandi með lögum nr. 43/2000. Lögin eiga sér beina fyrirmynd í Rómar­ samningnum, en í greinargerð með frumvarpi til laga nr. 43/2000 kom fram að frumvarpið væri „grundvallað á“ Rómarsamningn­ um18 og farin hefði verið sú leið „að fylgja ákvæðum hans í öllum helstu atriðum“.19 Einungis þremur ákvæðum Rómarsamningsins var sleppt og einstök ákvæði voru staðfærð og löguð að íslenskum aðstæðum en að öðru leyti eru allar efnisreglur samningsins óbreytt­ ar í lögunum.20 Nauðsyn á setningu laga nr. 43/2000 var rökstudd með vísan til opnari viðskiptahátta hérlendis gagnvart umheiminum og aðild Ís­ lands að samningi um Evrópska efnahagssvæðið sem hefði leitt til aukinna tækifæra og sóknar í alþjóðlegum viðskiptum. Talið var 18 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 691. 19 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 696. 20 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 696.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.