Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 89

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 89
 lúti að bótum fyrir „skerðingu á getu tjónþola til þess að njóta lífs­ ins eins og heilbrigðir menn“,23 en skerðing í þá veru getur vissulega leitt af andlegri vanheilsu.24 Að vísu er það svo að miskatafla örorkunefndar víkur ekki að slíkri vanheilsu. Taflan er hins vegar ekki tæmandi, enda víkur hún einfaldlega að miskastigi vegna tiltekinna tegunda líkamstjóns og í inngangi hennar er sérstaklega tekið fram að áverka sem ekki sé getið um í töflunni verði að meta með hliðsjón af svipuðum áverk­ um í töflunni og hafa til hliðsjónar miskatöflur annarra landa sem getið sé um í hliðsjónarritum. Þar er meðal annars vísað til miska­ töflu „Arbejdsskadestyrelsen“ í Danmörku. Auk þess verður að telja að stoð sé fyrir því í lögskýringargögnum að hafa þá töflu til skýringar þegar tilgreiningum í íslensku töflunni sleppir.25 Þegar horft er til dönsku töflunnar er ljóst að hún tilgreinir andlegt tjón í framangreinda veru, sbr. kafla J í töflunni, sem ber heitið „Andlegt tjón vegna ofbeldis eða áfalls“ (d. Psykiske skader efter vold eller chok).26 Rétt er að draga saman nokkur meginatriði úr umræddum kafla enda verður samkvæmt framansögðu að líta til hans í tilviki slíks tjóns, þar sem ákvæði um þetta skortir í íslensku töflunni: Í upphafi kaflans er að því vikið að minni háttar sálrænt tjón, vegna minni háttar ofbeldis, hótana eða áfalls geti ekki eitt og sér leitt til varanlegs miska sem telst 5 stig27 eða meira.28 Kaflinn skiptist síðan í fjóra undirkafla, J.1 til J.4. 23 Alþt. 1992­1993, A­deild, bls. 3627. 24 Í þessu sambandi má nefna að í matsgerðum er mjög algengt að litið sé til þess, við matið á varanlegum miska, hvernig getu tjónþola til að sinna áhugamálum sínum (tóm­ stundum) og eiga samneyti við annað fólk er háttað, en ljóst er að andleg vanheilsa kann að skerða slíka getu talsvert. 25 Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 655­656. Viðar Már vísar að þessu leyti til Alþt. 1992­1993, A­deild, bls. 3643­3644, þar sem birt eru dæmi úr þágildandi danskri töflu. 26 Núgildandi tafla er frá 1. janúar 2012 og hana má nálgast á vefsíðu Arbejdsskadestyrel­ sen, http://www.ask.dk. 27 Til samræmis við íslenska ákvæðið verður hér talað um stig þótt danska taflan noti hugtakið prósentur, enda hefur sá munur ekki efnislega þýðingu. Raunar er framsetningin í íslensku töflunni einnig í prósentum, þótt rétt sé með tilliti til skaðabótalaganna að tala þar um stig, sbr. Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 662. 28 Orðrétt segir: „Udsættelse for ubetydelig vold, trusler eller chok på grund af mindre psykisk traume antages ikke som eneste årsag at kunne medføre varigt psykisk mén på 5 procent eller derover.“ Tekið skal fram í því sambandi að varanlegur miski undir 5 stigum fæst ekki bættur í Danmörku, sbr. Bo von Eyben og Helle Isager: Lærebog i erstatningsret. Kaupmannahöfn 2007, bls. 309.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.