Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 93

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 93
 og önnur framangreind ákvæði.38 Brotaþoli sem sannanlega verður fyrir varanlegri starfsorkuskerðingu vegna andlegra afleiðinga kynferðisbrots á þannig rétt á bótum fyrir varanlega örorku, rétt eins og ef skerðingin stafaði af líkamlegum þáttum. Þannig má finna dóma af öðrum sviðum þar sem tjónþoli hefur fengið bætur fyrir varanlega örorku vegna andlegra afleiðinga, svo sem Hrd. 2002, bls. 296 (mál nr. 303/2001). Þar var skaðabótaskylda Ísafjarðarbæjar viður­ kennd, vegna andlegs tjóns sem kona varð fyrir þegar æfing slökkvi­ liðs í námunda við heimili hennar fór úr böndunum. Í dómi Hæsta­ réttar sagði meðal annars: Í málinu nýtur ítarlegra læknisfræðilegra gagna um andlega líðan stefndu á næstu sjö árum eftir brunann á Ísafirði … Er þar einkum að nefna álits­ gerð örorkunefndar 4. ágúst 1998, matsgerð tveggja dómkvaddra mats­ manna 29. september 1999 og yfirmatsgerð þriggja dómkvaddra mats­ manna 26. september 2000. Af þessum gögnum og framburði annars und­ irmatsmannsins og eins yfirmatsmanna fyrir héraðsdómi verður ráðið með öruggri vissu, að stefnda hafi orðið fyrir áfallastreituröskun við eldsvoð­ ann og viðvarandi og hamlandi kvíðaröskun og hlotið af þunglyndi án geðrofseinkenna. Af þessu hefur hún samkvæmt niðurstöðu yfirmats­ manna hlotið 20% varanlegan miska og 40% varanlega örorku. Er því sannað, að orsakatengsl séu milli atburðarins og heilsutjóns stefndu. Eins má finna dæmi af sviði vinnuslysa og umferðarslysa þar sem andlegar afleiðingar tjónsatburða hafa haft þýðingu fyrir mat á varanlegri örorku.39 Í ljósi þess að bætur fyrir varanlega örorku taka einnig til andlegs tjóns og fyrirliggjandi dæma af öðrum sviðum, sætir í reynd furðu að ekki skuli oftar verið láta reyna á rétt til slíkra bóta í tilviki kynferðisbrota, sér í lagi þar sem andlegar afleiðingar slíkra brota eru stundum mjög alvarlegar. Í því sambandi skal árétt­ 38 Sjá hér m.a. Viðar Már Matthíasson: Skaðabótaréttur, bls. 678: „Líkamstjónið og afleið­ ingar þess, líkamlegar og andlegar, skipta oft verulegu máli, þegar spáð er fyrir um það, hver framvindan verður í lífi tjónþola, að teknu tilliti til tjónsatviks. Kemur það bæði til skoðunar, að því er varðar þau áhrif, sem strax koma fram og þau áhrif, sem telja verður, að fram komi síðar, en þau verður að taka strax inn í örorkumatið. Leggja verður áherzlu á, að það eru ekki bara hinar líkamlegu afleiðingar líkamstjóns, sem hér skipta máli, heldur einnig hinar andlegu.“ Hér má einnig benda aftur á fyrirliggjandi lagafrumvarp um breyt­ ingar á lögum nr. 69/1995, þar sem segir m.a.: „Ekkert virðist í raun vera því til fyrirstöðu að þolandi kynferðisbrots geti krafist bóta vegna varanlegra afleiðinga brotsins, enda telst andlegt tjón til varanlegs miska sem og varanlegrar örorku.“ Alþt. 2011­2012, A­deild, þskj. 1116 – 686. mál, bls. 3. Til hliðsjónar um tilvist andlegs tjóns sem líkamstjóns má loks benda á dóm Hæstaréttar frá 20. desember 2011 í máli nr. 229/2011, þar sem litið var til andlegra af­ leiðinga líkamsárásar við heimfærslu brots til 2. mgr. 218. gr. hegningarlaga, sem varðar „stórfellt líkams­ eða heilsutjón“. 39 Hér má til dæmis benda á dóm Hæstaréttar frá 14. febrúar 2008 í máli nr. 307/2007, auk þess sem sama á við um suma þá aðra dóma sem nefndir voru í umfjölluninni um var­ anlegan miska.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.