Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 40

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Síða 40
 5.2.3 Ákvæði 3. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 Í 3. mgr. 3. gr. laga nr. 43/2000 kemur fram að hafi samningsaðilar samið um að beita erlendum lögum, hvort sem ágreining á að bera undir erlendan dómstól eða ekki, en öll atvik og kringumstæður við gerð samnings tengjast aðeins einu landi, sé þrátt fyrir samninginn heimilt að beita ófrávíkjanlegum reglum þess lands sem samningur­ inn tengist. Ákvæðið er byggt á 3. mgr. 3. gr. Rómarsamningsins. Ákvæði 3. mgr. takmarkar aðeins frelsi aðila til að semja um að tiltekin lög gildi um samning þeirra. Reglan kemur því ekki til skoð­ unar þegar ekki hefur verið samið um lagaval og ákvæði 4. gr. lag­ anna er beitt. Tilgangur reglunnar er þannig sá að ef samningur hefur aðeins tengsl við eitt land þá sé hægt að koma í veg fyrir að aðilar geti farið í kringum ófrávíkjanlegar reglur þess lands með því að vísa til reglna annars lands sem ekki hafa að geyma slíkar regl­ ur.75 Ákvæði 3. mgr. 3. gr. er ekki ætlað að ógilda lagaval aðila held­ ur er lagavali aðeins vikið til hliðar að því leyti sem það stangast á við ófrávíkjanlegar reglur.76 Þá verður að líta á regluna hlutlægt en ekki huglægt, þ.e. við beitingu hennar skiptir ekki máli hvað aðilar ætluðu sér með lagavali sínu, heldur aðeins sú staðreynd að tiltekin lög voru valin en samningur hafi í reynd öll tengsl við annað land. Sem dæmi um beitingu reglunnar má nefna að ef aðilar hafa samið um að íslensk lög gildi um samning þeirra á milli, en fyrir liggur að samningurinn hefur eingöngu tengsl við Frakkland, þá myndi ís­ lenskur dómstóll beita ófrávíkjanlegum frönskum reglum þrátt fyr­ ir lagaval aðila. Orðalagi þessa ákvæðis, eins og það kemur fyrir í Rómarsamn­ ingnum, var lítillega breytt með setningu Rómarreglugerðarinnar. Engar efnislegar breytingar voru þó gerðar á ákvæðinu. 5.2.4 Ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 43/2000 Ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 43/2000 er svohljóðandi: Þegar beitt er lögum tiltekins lands samkvæmt lögum þessum er einnig heimilt að beita ófrávíkjanlegum reglum í lögum annars lands sem atvik málsins hafa náin tengsl við, ef og að því marki sem skylt er að beita þeim samkvæmt lögum þess lands, óháð því hvaða lög eiga annars við um samn­ inginn. Þegar metið er hvaða ófrávíkjanlegu reglur eiga við skal litið til eðlis þeirra og tilgangs og afleiðinga þess að beita þeim eða beita þeim ekki. Ákvæði 7. gr., bæði 1. og 2. mgr., eru byggð á þeirri grundvallar­ hugsun að það land, hvers lög aðilar ákveða að eigi við um samn­ 75 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 701. 76 C.M.V. Clarkson og Jonathan Hill: The Conflict of Laws, bls. 233.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.