Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 28
 Í samræmi við ofangreint kemur í fyrsta lagi til skoðunar í 2. mgr. 4. gr. hugtakið aðalskylda samnings, en samkvæmt því skal litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl í skilningi 1. mgr. 4. gr. við það land þar sem sá aðili, sem efna á aðalskyldu samningsins, býr við samningsgerðina. Í Rómarsamningnum er hugtakið aðalskylda orðað sem characteristic performance. Ákvörðun aðalskyldu í einhliða samningssambandi, s.s. þegar um gjöf er að ræða, er ekki flókin. Sá sem inna á skylduna af hendi, þ.e. gefa gjöf, hefur með höndum aðalskyldu samningsins. Í ensk­ um dómi, Ark Therapeutics gegn True North Capital Ltd49, höfðu aðilar gert samning um að stefndi greiddi févíti ef ákveðið yrði að halda ekki til streitu samstarfsverkefni (e. Joint Venture) á milli aðila. Aðal­ skylda var hjá stefnda samkvæmt þessum einhliða samningi og lagaval ákvarðað á þeim grundvelli. Í tvíhliða samningssambandi, þ.e. þegar báðir aðilar bera skyld­ ur, er erfiðara að ákvarða hvar aðalskyldan liggur. Í skýrslu þeirri sem lögð var fram með Rómarsamningnum er því haldið fram að meginreglan sé sú að aðalskyldan sé ekki peningagreiðsla sam­ kvæmt tvíhliða samningi heldur endurgjaldið sem kemur fyrir slíka greiðslu. Það getur vitanlega verið misjafnt eftir samningum hvert endurgjaldið er, en svo dæmi sé tekið þá er afhending vöru, veiting þjónustu, vátrygging hlutar o.s.frv. gegn peningagreiðslu aðalskyld­ an í þessum skilningi.50 Í greinargerð með frumvarpi því er varð að lögum nr. 43/2000 er tekið undir þetta og dæmi tekið um afhend­ ingu vöru gegn endurgjaldi. Segir í greinargerðinni að „rétt sé að gera ráð fyrir því að afhending vörunnar sé aðalskylda samnings­ ins, enda er skyldan til að afhenda vöru sértækari en almenn skylda til að inna peningagreiðslu af hendi, og fyrir fram mun líklegri til að hafa í för með sér lögfræðileg álitaefni“.51 Þessi nálgun Rómarsamningsins, sem á einnig við um íslensku lögin, hefur verið gagnrýnd. Í fyrsta lagi má nefna að sumir samn­ ingar falla engan veginn að hugtakinu aðalskylda. Þetta á t.d. við um vöruskiptasamninga.52 Aftur á móti má benda á að þegar svo háttar til kemur til kasta ákvæðis 5. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000. Í öðru lagi kann að vera athugunarvert að hafna því að greiðsla peninga sé aðalskylda samnings. Í sumum samningum má segja að 49 [2006] 1 All ER (Comm) 138. 50 Mario Giuliano og Paul Legardo. „Report on the convention on the law applicable to contractual obligations“, bls. 20. Í grein Eyvindar G. Gunnarssonar, „Lagaskil á sviði samn­ ingaréttar“, er greinargóð umfjöllun um hinar ýmsu tegundir samninga og hugleiðingar um hver beri aðalskylduna í þeim, sjá bls. 159­163. 51 Alþt. 1999­2000, A­deild, bls. 702. 52 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 570.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.