Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 57

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 57
 [V]iðskipti eða fyrirmæli um viðskipti þar sem aðili eða nokkrir aðilar í samstarfi tryggja að verð eins eða fleiri fjármálagerninga liggi við óeðlilegt eða tilbúið mark.15 (undirstrikun höfundar) Hollenskt verðbréfafyrirtæki, IMC Securities BV, sem hafði ver­ ið sektað fyrir brot gegn samsvarandi ákvæði í hollensku verðbréfa­ viðskiptalögunum, hélt því fram að ekki væri um brot að ræða þar sem gengið hefði sveiflast og hafi því ekki verið tryggt. Í dómi sín­ um vísaði Evrópudómstóllinn til markmiðsákvæða MAD tilskip­ unarinnar í 2., 12. og 15. gr. forsendna tilskipunarinnar. Með hlið­ sjón af skýru markmiði með banni við markaðmisnotkun, þ.e. að tryggja heildarvirkni fjármálamarkaða Evrópusambandsins og auka tiltrú fjárfesta, komst dómstóllinn að eftirfarandi niðurstöðu: The objectives thus pursued by Directive 2003/6 would be undermined if conduct such as that contemplated in Article 1(2)(a), second indent, of that directive could fall outside the scope of the prohibition of market manipulation set out in Article 5 of that directive solely on the ground that it gave rise to a single transaction and, consequently, a single listing, witho­ ut the price of the financial instrument or instruments at issue maintaining an abnormal or artificial level for more than a certain duration. The answer to the question referred is therefore that Article 1(2)(a), second indent, of Directive 2003/6 must be interpreted as not requiring, in order for the price of one or more financial instruments to be considered to have been fixed at an abnormal or artificial level, that that price must ma­ intain an abnormal or artificial level for more than a certain duration. Af þessu má ráða að mikilvægt er að horfa til markmiðsins með banninu við túlkun á ákvæðinu, hvort sem um er að ræða MAD til­ skipunin sjálfa eða innlenda löggjöf, sérstaklega þegar vafi kemur upp um hvort tiltekin háttsemi falli undir bannið eður ei. Hafa ber þó í huga kröfuna um skýrleika refsiheimilda sem felur í sér að ein­ ungis er lögð refsing við þeirri athöfn sem lýst er í lagatexta með nægjanlega skýrum og fyrirsjáanlegum hætti, sbr. ákvæði 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 og 1. mgr. 7. gr. mannréttindasáttmála Evrópu.16 3. TEGUNDIR MARKAÐSMISNOTKUNAR Ekki er nauðsynlegt að eyða mörgum orðum um tegundir markaðs­ misnotkunar þar sem viðfangsefni þessarar greinar er einungis að 15 Á ensku: „transactions or orders to trade which secure, by a person, or persons acting in collaboration, the price of one or several financial instruments at an abnormal or artifici­ al level.“ 16 Sjá til hliðsjónar Róbert R. Spanó: „Stjórnarskráin og refsiábyrgð (fyrri hluti) grunn­ reglan um lögbundnar refsiheimildir“. Tímarit lögfræðinga, 1. tbl. 2004, bls. 7.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.