Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 65
 c) Vísbending um markaðsmisnotkun? Í núverandi lagaumhverfi hér á Íslandi og annars staðar í Evrópu er ekki bannað að setja inn stórt tilboð eða eiga stór viðskipti við lokun markaðar ef ekki kemur fleira til. Skoða þarf háttsemina heildstætt, sérstaklega út frá tilgangi viðskiptanna eða tilboðanna, sbr. umfjöll­ un í b) lið hér að ofan.43 Hafi sá sem átti viðskipti eða setti fram til­ boð í tiltekin verðbréf í lok dags, sem leiddi til breytinga á dagslo­ kaverði bréfanna, haft undirliggjandi hagsmuni eða hvata af verðbreytingunni annan en að hagnast á viðskiptunum sjálfum, er það vísbending um markaðsmisnotkun. Jafnvel þó að slíkt sé ekki sjálfkrafa markaðsmisnotkun ættu slík viðskipti eða tilboð að gefa eftirlitsaðilum tilefni til að taka þau til frekari skoðunar m.t.t. þess hvort um markaðsmisnotkun geti verið að ræða. Markaðsmisnotkun við lokun markaðar getur átt sér stað á hvaða viðskiptadegi sem er, en tengist oftast genginu á þeim dög­ um sem verðútreikningar eru miðaðir við, t.d. á síðasta viðskipta­ degi fyrir árshluta­ eða ársuppgjör. Freistandi getur verið fyrir út­ gefendur skráðra fjármálagerninga eða fjárfesta, sem eru með stöðutökur í skráðum fjármálagerningum að fegra afkomu sína í tengslum við birtingu árshluta­ eða ársuppgjörs.44 Samkvæmt g­lið 8. gr. reglugerðar nr. 630/2005 skal m.a. litið til þess við mat á því hvort um markaðsmisnotkun er að ræða:45 að hve miklu leyti tilboð eða viðskipti eru framkvæmd á eða nálægt þeim tíma sem verðútreikningar eru framkvæmdir, s.s. vegna markaðsverðmæt­ is eða verðmyndunar og hafa í för með sér verðbreytingar sem geta haft áhrif á slíka útreikninga eða verðmat. Ef verðbreyting á sér stað á framangreindum tímapunktum fyr­ ir tilstuðlan þeirra sem hafa töluverða hagsmuni af breytingunni felur það í sér sterka vísbendingu um markaðsmisnotkun. Í þessu sambandi má nefna mál frá aganefnd sænsku kauphallarinnar þar sem til skoðunar voru viðskipti á síðasti viðskiptadegi ársins 2008.46 43 Sjá til hliðsjónar umfjöllun hjá Mårten Knuts í Kursmanipulation på värdepappersmarknaden, bls. 323­324. Sjá einnig Emilios Avgouleas: The mechanics and regulation of market abuse, bls. 137. 44 Sjá grein 4.12 í leiðbeiningum ESMA (áður CESR), CESR/04/505b, bls. 11. Þar segir í seinni málsl. ákvæðisins: „This practice may take place on any individual trading day but is particularly associated with dates such as future/option expiry dates or quarterly/annual portfolio or index reference/valuation points“. Sjá til hliðsjónar umfjöllun Aðalsteins E. Jónassonar: Viðskipti með fjármálagerninga, bls. 521­522. 45 Í ákvæðinu er vísað til a­liðar 1. tl. 1. mgr. 55. gr. eldri vvl. Reglugerðin hefur hins veg­ ar ekki verið uppfærð til samræmis við nýju vvl. en liðurinn svarar til a­liðar 1. tl. 1. mgr. 117. gr. í nýju vvl. 46 Sjá viðurlagaákvörðun sænsku kauphallarinnar, Nadsdaq OMX Stockholm, 2009:2 frá 4. júní 2009, sem er að finna á eftirfarandi slóð: http://www.nasdaqomx.com/digitalAs­ sets/61/61161_2009_2_Kaupthing_­_beslut_disciplinn_mnden_sv.pdf (skoðað 18. maí 2011).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.