Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 30

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 30
 ákvæði 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000, var talið að ensk lög ættu að gilda um samninginn á milli bankanna. Í hollenskum dómi í máli Machinale Glasfabriek De Maas BV gegn Emaillierie Alsacienne SA56 voru málavextir þeir að gerður var sam­ ingur milli seljanda vöru og kaupanda hennar. Kaupandinn var franskur aðili en seljandinn hollenskt félag með höfuðstöðvar í Hol­ landi. Lagavalsreglur leiddu til þess að hollensk lög voru talin gilda um samninginn, enda um aðalskyldu hollenska aðilans að ræða og hann með aðsetur í Hollandi þegar samningurinn var gerður. Þrátt fyrir framangreinda áherslu á aðalskyldu samnings þá gerir ákvæði 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000 ekki ráð fyrir því að þau lög gildi þar sem aðalskyldan er innt af hendi heldur er miðað við hvar sá aðili, sem á að efna aðalskylduna, býr eða, þegar lögaðili á í hlut, hvar hann hefur aðalstöðvar sínar. Þannig er gerður greinar­ munur á því hvort um einstakling eða lögpersónu er að ræða við mat á lögum hvaða lands skal beita. Það er því ekki aðalskyldan sem leiðir til beinnar niðurstöðu um hvaða lög gilda heldur hvar sá aðili, sem á að efna aðalskyldu samnings, er búsettur eða hefur að­ alstöðvar. Ef um einstakling er að ræða skal að jafnaði litið svo á að samn­ ingur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá aðili sem efna á aðalskyldu samnings býr við samningsgerðina, sbr. 1. málsl. 2. mgr. 4. gr. laga nr. 43/2000. Sem dæmi má nefna að A, sem er búsettur á Íslandi, geri samning við B í Danmörku. Aðalskylda samnings hvíl­ ir á A sem samkvæmt samningi er afhending vöru í Þýskalandi, Brasilíu eða Kanada, en lög sem um samninginn gilda eru engu að síður íslensk. Gildir einu þó að A sé fluttur og búi í öðru landi, enda skiptir búseta „við samningsgerðina“ máli í þessu sambandi. Ef hins vegar um er að ræða fyrirtæki, félag eða aðra lögpersónu skal að jafnaði litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem aðili hefur aðalstöðvar sínar, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 4. gr. laganna. Skýra má þetta út með breyttu dæmi. Ef A úr dæminu að framan er fyrirtæki skráð í Englandi, en aðalstarfsemi þess er á Ís­ landi, gilda íslensk lög um þær aðstæður sem raktar eru hér að framan. Á þessari meginreglu er síðan að finna nánari útfærslu. Hún er þannig að ef samningur er gerður í tengslum við framkvæmd at­ vinnu eða í tengslum við atvinnurekstur viðkomandi aðila skal litið svo á að samningur hafi sterkust tengsl við það land þar sem sá, sem aðalskylduna ber, hefur aðalstarfsstöð sína, sbr. 3. málsl. 2. mgr. 4. gr. Enn fremur, ef efna á samning samkvæmt ákvæðum hans á annarri starfsstöð en þar sem aðili hefur aðalstarfsstöð sína, skal 56 [1985] 2 CMLR 281.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.