Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 67

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 67
 sem miðlarinn keypti bréfin á var umtalsvert hærra en síðasta skráða viðskiptaverð og með viðskiptunum hækkaði gengið úr SEK 19 í SEK 24,8. Með hliðsjón af gögnum málsins taldi nefndin að sérstak­ ar aðstæður hefðu ekki verið fyrir hendi sem réttlættu umrædda hækkun. Nefndin leit til þess að tilgangur viðskiptanna hefði verið sá að hækka lokagengi bréfanna á síðasta viðskiptadegi ársins. Þó að niðurstaðan hefði verið sú að brotið hefði verið gegn ákvæði 4.6.1 í aðildarreglum kauphallarinnar taldi nefndin að rann­ sóknin hefði ekki sýnt fram á háttsemin hefði falið í sér markaðsmis­ notkun. Nefndin sektaði bankann um SEK 400.000 en látið var nægja að veita miðlaranum aðvörun. Með hliðsjón af þeim upplýsingum sem lágu fyrir í rannsókn málsins hjá sænsku kauphöllinni verður að telja með ólíkindum að ekki hafi farið fram lögreglurannsókn á því hvort miðlarinn og hlut­ hafinn hefðu gerst sekir um markaðsmisnotkun. Í málinu lá fyrir símaupptaka þar sem fram komu skýr fyrirmæli til miðlarans um að hækka gengi í eWork Scandinavia AB fyrir lok ársins, sem varð raunin. Fyrirmælin komu frá fjórða stærsta hluthafa félagsins sem hafði sérstakra hagsmuna að gæta af lokagengi bréfanna.53 Framan­ greint er án efa sterk vísbending um markaðsmisnotkun. Þar sem málinu var lokið með beitingu einkaréttarlegra úrræða má telja að fordæmisgildi málsins sé takmarkað hvað varðar eftirfylgni á bann­ inu við markaðsmisnotkun í Evrópu. Málsatvikin eru hins vegar gott dæmi um viðskipti sem eiga sér stað nálægt þeim tíma sem verðútreikningar eru miðaðir við og framkvæmd eru fyrir tilstuðl­ an aðila sem hefur umtalsverða hagsmuni af því að gengi bréfanna sé hátt í þeim verðútreikningum. d) Nýlegt dómafordæmi frá Svíþjóð Í dómi sænska áfrýjunardómstólsins, Svea Hovrätt, frá 15. september 2011, í máli nr. B 389-1154 voru þrír starfsmenn eigin viðskipta hjá Carnegie banka ákærðir fyrir markaðsmisnotkun með því að hafa haft ótilhlýðileg55 áhrif á dagslokaverð tiltekinna afleiðna sem voru skráðar á markað í sænsku kauphöllinni. Nánar tilekið voru ákærðu grunaðir um að hafa haft áhrif á afleiðurnar í þeim tilgangi að auka 53 Talið er að markaðsmisnotkun við lokun markaðar kunni einkum að vera viðhöfð þegar sá sem á viðskiptin eða gefur fyrirmælin hefur sérstakra hagsmuna að gæta af loka­ verðinu, t.d. í sambandi við uppgjör á kaupréttarsamningum. Sjá til hliðsjónar Paul Krüger Andersen og Nis Jul Clausen: Børsretten II, bls. 390­391. 54 Hægt er að nálgast flesta dóma Svea Hovrätt á eftirfarandi vefslóð: www.rattsinfosok. dom.se/. Höfundi er ekki kunnugt um að dóminum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar Sví­ þjóðar, Högsta domstolen. Sjá heimasíðu dómstólsins á eftirfarandi vefslóð: www.hogsta­ domstolen.se/. 55 Á sænsku: otillbörlig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.