Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 12
0 Í þriðja lagi getur reynt á lagaskilareglur þegar ákvarðað er eftir lögum hvaða lands skuli fara um lögskipti manna (e. applicable law og the choice of law). Ef íslenskur dómstóll kemst að þeirri niðurstöðu að hann eigi lögsögu í deilumáli sem lagt er fyrir hann kemur næst til skoðunar reglum hvaða lands eigi að beita. Hér reynir á þann hluta alþjóðlegs einkamálaréttar sem lýtur að lagavali. Til að taka af allan vafa skal þegar í stað tekið fram að íslenskur dómstóll hefur heimild til að beita reglum annars lands en Íslands. Um þetta er fjallað m.a. í 2. mgr. 44. gr. laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála, en þar segir að sá sem ber fyrir sig erlenda réttarreglu verði að leiða tilvist og efni hennar í ljós. Í dómi Hæstaréttar frá 25. nóvember 2010 í máli nr. 620/2010 reyndi á 2. mgr. 44. gr. Í málinu var fjallað um kröfu W, fyrrum forstjóra hlutafélagsins A, í bú A við slitameðferð þess. Krafa W byggði á breskum réttarreglum, enda sagði í samningi hans við A að samningurinn skyldi „ráðast af og vera túlkaður í samræmi við lög Englands og Wales“. Var það niður­ staða héraðsdóms að sóknaraðila hefði ekki tekist að sanna tilvist og efni þeirra erlendu réttarreglna sem byggt var á í málinu. Sagði í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var að því leyti í Hæstarétti með vísan til forsendna, að þar sem ekki hefði tekist að sanna hinar er­ lendu réttarreglur yrði byggt á íslenskum réttarreglum. Hæstiréttur sagði enn fremur: Málsaðilar hafa ekki forræði á því að tilgreina efni erlendra réttarreglna fyrir íslenskum dómstólum, þó að þeir geti ráðstafað sakarefni með bind­ andi hætti hvor gagnvart öðrum, meðal annars um málsatriði sem lúta er­ lendum lagareglum í lögskiptum þeirra. Verður nú vikið nánar að lagavalsreglum. 3. HELSTU RÉTTARHEIMILDIR LAGASKILAREGLNA INNAN SAMNINGA 3.1 Inngangur Lagaskilareglur innan samninga eru hvað flóknastar viðfangs á þessu réttarsviði og eru nokkrar ástæður fyrir því. Margir lagalegir þættir geta komið við sögu, s.s. hvar skyldur samkvæmt samningi eru, lögheimili aðila samnings, ríkisfang aðila samnings, tengsl að­ ila við sakarefnið eða starfsstöð viðkomandi o.s.frv. Enn fremur geta mörg samningaréttarleg álitamál komið til skoðunar í hverju máli, s.s. hvort til samnings hafi stofnast, hvernig skuli túlka hann eða hvort hann hafi verið ógiltur. Loks má nefna að margar tegund­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.