Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 60
 b) Markaðsmisnotkun í formi viðskipta eða tilboða Markaðsmisnotkun í formi viðskipta eða tilboða er miðlun rangra eða misvísandi upplýsinga í verki.25 Röngum eða misvísandi upp­ lýsingum er miðlað í gegnum viðskipti eða tilboð í skráða fjármála­ gerninga eða fjármálagerninga tengda þeim, t.d. afleiðusamninga.26 Um er að ræða mun flóknara fyrirbæri en markaðsmisnotkun í formi rangrar upplýsingagjafar, m.a. vegna þess að erfiðara getur reynst að sýna fram á að um rangar eða misvísandi upplýsingar hafi verið að ræða.27 Þessi undirflokkur tekur til flestra tilvika. Þess vegna er nauðsynlegt að greina hann niður enn frekar. Flokkurinn tekur annars vegar til sýndarviðskipta eða tilboða (e. fictive transac­ tions) og hins vegar til raunverulegra viðskipta eða tilboða (e. real transactions). Ákvæðið um sýndarviðskipti eða tilboð er í 2. tl. 1. mgr. 117. gr. vvl. Samkvæmt ákvæðinu telst það vera markaðsmisnotkun að: eiga viðskipti eða gera tilboð sem byggð eru á tilbúningi eða þar sem notuð eru einhver form blekkingar eða sýndarmennsku. Í meginatriðum er í sýndarviðskiptum eða tilboðum einhverjum hliðum viðskiptanna eða tilboðanna haldið leyndum fyrir markað­ num. Til dæmis því að sami aðili standi að baki viðskiptunum á kaup­ og söluhliðinni. Ef fjárfestir X selur hlutabréf sín í fyrirtæki A til einkahlutafélagsins B án þess að láta þess getið að hann sé beggja megin borðsins gæti það hugsanlega talist markaðsmisnotkun að öðrum efnisskilyrðum ákvæðisins uppfylltum. Ástæðan er sú að miðað við þær upplýsingar sem markaðurinn fær virðast viðskipti með hlutabréf A vera milli óháðra aðila. Segja má að í þessu tilviki sé um að ræða sýndareftirspurn. Ef markaðurinn er hins vegar upp­ lýstur um allar staðreyndir að baki tilteknum viðskiptum myndu þau ekki teljast markaðsmisnotkun undir venjulegum kringumstæð­ um.28 25 Í bókinni Informationsmisbrug nefnir höfundurinn, Jesper Lau Hansen, umræddan flokk kommunikation ved adfærd eða tjáskipti með háttsemi. Sjá umfjöllun á bls. 499­504. 26 Með skráðum fjármálagerningi er átt við fjármálagerninga sem hafa verið teknir til viðskipta eða óskað hefur verið eftir að teknir verði til viðskipta á skipulegum verðbréfa­ markaði hér á landi, á Evrópska efnahagssvæðinu eða á sambærilegum erlendum mörk­ uðum, sbr. 1. tl. 1. mgr. 115. gr. vvl. Sama á við um fjármálagerninga sem verslað er með á markaðstorgi fjármálagerninga (MTF) hér á landi. 27 Sjá til hliðsjónar Odd­Harald B. Wasenden: Energimarkedsrett. Om informasjonsplikt og markedsatferd i det finansielle kraftmarkedet. Osló 2007, bls. 411. 28 Sjá Paul Krüger Andersen og Nis Jul Clausen: Børsretten II. Kaupmannahöfn 2008, bls. 390. Sjá einnig til hliðsjónar Jesper Lau Hansen: Informationsmisbrug, bls. 515­516.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.