Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 55
 tilboð í fjármálagerninga5 rétt fyrir lok viðskiptadags í þeim tilgangi að hafa áhrif á lokagengi þeirra og villa þannig um fyrir fjárfestum sem byggja viðskiptaákvarðanir sínar á lokaverðinu. Í þessari grein verður fjallað um markaðsmisnotkun við lokun markaðar, eða marking the close, og við opnun markaðar, sem nefnist á ensku marking the open. Umfjölluninni verður skipt með þeim hætti að í öðrum kafla verður vikið að markmiði við banni við mark­ aðsmisnotkun. Til að skilja betur bannið við markaðsmisnotkun er mikilvægt að átta sig á markmiði og tilgangi með banninu. Þriðji kafli fjallar um tegundir markaðsmisnotkunar með hliðsjón af ákvæði verðbréfaviðskiptalaga um markaðsmisnotkun. Kaflanum er ætlað að marka skýrari grundvöll fyrir meginumfjöllun grein­ arinnar í fjórða og fimmta kafla. Fjórði kafli fjallar um markaðsmis­ notkun við opnun og lokun markaðar þar sem ýmis mál frá Evrópu verða reifuð, þ.á m. nýlegt dómsmál frá Svíþjóð. Í fimmta kafla verð­ ur dómur Hæstaréttar frá 21. mars 2011 í máli nr. 52/2010 tekinn til ítarlegrar skoðunar. 2. MARKMIÐ MEÐ BANNI VIÐ MARKAÐSMISNOTKUN Af hverju er lagt bann við markaðsmisnotkun? Í ljósi þess hve bann­ ið á sér stutta sögu í Evrópu og lítið hefur reynt á það í framkvæmd er eðlilegt að varpa þessari spurningu fram. Í núgildandi lögum um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007 (vvl.) er hvergi vikið að markmiði með banninu.6 Verði einstaklingur fundinn sekur um markaðsmis­ notkun getur hann átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsisvist. Sú staðreynd gefur til kynna að löggjafinn líti slík brot mjög alvarleg­ um augum.7 Því er nauðsynlegt að skoða nánar hvert markmið lög­ gjafans er með banninu. Markmiðið með banni við markaðsmisnotkun kemur skýrt fram í tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/6/EB um innherjasvik og markaðsmisnotkun (hér eftir „MAD tilskipunin“).8 Í 12. gr. for­ sendna MAD tilskipunarinnar segir að markmiðið með löggjöf um innherjasvik og markaðsmisnotkun sé að tryggja heildarvirkni fjár­ 5 Í 2. tl. 1. mgr. 2. gr. laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti er skilgreint hvað fellur undir hugtakið fjármálagerningur. Má þar m.a. nefna verðbréf, peningamarkaðsskjöl, hlut­ deildarskírteini, valréttarsamningar og hrávöruafleiður. 6 Sjá þó athugasemdir við 10. gr. frumvarps er varð að breytingarlögum nr. 31/2005. Fjallað er um framangreint í neðanmálsgrein 11. 7 Brot gegn ákvæði vvl. um innherjasvik getur einnig varðað allt að sex ára fangelsi, sbr. 2. tl. 146. gr. vvl. 8 Tilskipunin var samþykkt 3. desember 2002 og var innleidd í íslenska löggjöf með breytingarlögum nr. 31/2005, sbr. umfjöllun í neðanmálsgrein 2. Ákvæðið um markaðs­ misnotkun sem kom þá í þágildandi verðbréfaviðskiptalög hefur haldist óbreytt síðan og er nú að finna í 117. gr. vvl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.