Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 69
 139.000 hlutum í Alfaskop AB rétt fyrir kl. 12 hinn 24. mars 1997. Nokkrum mínútum síðar dró ákærði sölutilboðið að stærstum hluta til baka, eða hvað varðaði 134.000 hluti. Áður en sölutilboðið var sett fram hafði ákærði skuldbundið sig með samningi til að kaupa skuldabréf á ákveðnum tímapunkti þar sem gengi skuldabréfanna miðaðist við gengi hlutabréfa í Alfaskop AB kl. 12 hinn 24. mars 1997. Ef gengið myndi lækka frá því að ákærði gerði umræddan samning græddi hann en að sama skapi tapaði hann ef hlutabréfin hækkuðu í verði. Dómurinn taldi einkennilegt að setja fram stórt sölutilboð og draga það til baka stuttu síðar ef ákærði hefði haft raunverulegan áhuga á að selja hlutina. Jafnframt var tekið fram að enginn söluáhugi var eftir að ákærði hafði dregið sölutilboð sitt til baka. Sölutilboðið sem hann hafði sett fram var svokallað ísjakatil­ boð, þ.e. stærð tilboðsins var hulið markaðinum að hluta til,57 sem gerði það að verkum að gengið lækkaði ekki eftir að tilboðið hafði komið fram. Þrátt fyrir það leit dómurinn svo á að tilboðið hafi kom­ ið í veg fyrir hækkun á gengi bréfanna kl. 12. Með hliðsjón af því taldi dómurinn að háttsemin hefði verið til þess fallin að blekkja kaupendur og seljendur hlutabréfa í Alfaskop AB og var A sakfelld­ ur fyrir markaðsmisnotkun.58 4.3 Markaðsmisnotkun við opnun markaðar Hagsmunir markaðsaðila af því að opnunarverð skráðs fjármála­ gernings sé með tilteknum hætti geta verið af ólíkum toga. Útgef­ endur skráðra fjármálagerninga eða fjárfesta, sem eru með stöðu­ tökur í skráðum fjármálagerningum,59 geta haft af því verulega hagsmuni að gengið sé hátt eða lágt við opnun markaðar. Opnunar­ verð viðkomandi fjármálagernings getur haft umtalsverð áhrif á þróun gengis yfir daginn. Auk þess geta sömu hagsmunir verið hvati til markaðsmisnotkunar við opnun markaðar líkt og með lok­ un markaðar, þ.e. aðilar geta haft óbeina hagsmuni af opnunarverði skráðs fjármálagernings, t.d. vegna framvirkra samninga og árang­ urstengdra launagreiðslna. Lítið sem ekkert er að finna í skráðum réttarheimildum eða fræði­ 57 Á ensku er talað um non-displayed reserve (hidden iceberg) volumes. Sjá t.d. bls. 28 í NAS­ DAQ OMX Nordic Market Model 2.6, sem er að finna á eftirfarandi slóð: http://nasdaqomx. com/digitalAssets/75/75620_nasdaqomxnordicmarketmodel2.6.pdf (skoðað 5. janúar 2012). 58 Sjá umfjöllun um dóminn hjá Mårten Knuts: Kursmanipulation på värdepappersmarkna­ den., bls. 293. Sjá einnig Catarina af Sandeberg: Marknadsmissbruk, Uppsalir 2002, bls. 144­ 147. 59 Á einnig við ef aðili er með skortstöðu í fjármálagerningnum. Með skortsölu er átt við það að seljandi verðbréfa á þau ekki en fær þau lánuð gegn skuldbindingu um að kaupa þau aftur og skila þeim. Lækki verð bréfanna í millitíðinni, fæst hagnaður af viðskiptunum þar sem bréfin eru keypt aftur á lægra verði en þau voru seld upphaflega á. Sjá Pál Sigurðs­ son (ritstjóri): Lögfræðiorðabók með skýringum. Reykjavík 2008, bls. 464.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.