Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 13
 ir samninga geta kallað á mismunandi túlkun á lagaskilareglum, t.d. er ekki sjálfgefið að sambærilegar reglur gildi um vátrygging­ arsamning og um samning um sölu á lausafé.9 Um lagaskilareglur á sviði samningaréttar gilda lög nr. 43/2000 um lagaskil á sviði samningaréttar. Lögin byggja að meginstefnu til á Rómarsamningnum sem tók gildi 19. júní 1980. Verður fjallað um lögin og Rómarsamninginn í köflum 3.2 og 3.4. Þá skal þess getið að Rómarsamningurinn hefur nú verið felldur úr gildi með Rómar­ reglugerðinni sem felur í sér talsverðar breytingar á lagaskilareglum samningaréttar innan Evrópusambandsins. Áður en lög nr. 43/2000 komu til sögunnar giltu um lagaskilarétt innan samninga ólögfestar meginreglur þó að einstaka sérreglur hafi verið að finna á víð og dreif í íslenskri löggjöf. Almennt má segja að aðilum samnings hafi verið játað svigrúm til að semja um það reglum hvaða lands skyldi beita um samninga milli þeirra, en að því slepptu var miðað við reglu sem hefur að markmiði að meta sterkustu tengsl samnings við tiltekin lög.10 Er það í samræmi við núgildandi meginreglur sem fram koma í lögum nr. 43/2000, eins og rakið verður í kafla 4 hér á eftir. Þrátt fyrir þetta meginsjónarmið um samningsfrelsi var það ekki með öllu takmarkalaust. Þannig töldu dómstólar sig geta ákveðið að beita öðrum lögum en aðilar höfðu samið um sín á milli og enn fremur beittu dómstólar ófrávíkjanleg­ um reglum íslensks réttar í hérlendum dómsmálum.11 3.2 Rómarsamningurinn frá 19. júní 1980 Samþykkt Rómarsamningsins var liður í tilraun Evrópusambands­ ins til að setja samræmdar reglur á sviði alþjóðlegs einkamálaréttar. Rekja má samninginn til sjöunda áratugar síðustu aldar. Árið 1967 var af hálfu Benelux­landanna lögð tillaga fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins um að samræma reglur alþjóðlegs einkamála­ réttar innan sambandsins, einkum er varðar reglur innan samn­ inga.12 Tillaga þessi leiddi til Brussel­samningsins frá 1968 um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum. Með svokölluðum Lúg­ anósamningi árið 1988 gerðu Evrópubandalagsríkin og EES­ríkin með sér sambærilegan samning um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum. Samningurinn var lögfestur hér á landi með lögum nr. 68/1995 um Lúganósamninginn um dómsvald og fullnustu dóma í einkamálum. Nýr samningur var gerður í Lúganó 30. október 2007 9 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law. Oxford 2004, bls. 533­534. 10 Sjá Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls. 141­142. 11 Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls 142. 12 Peter North og J.J. Fawcett: Chesire and North‘s Private International Law, bls. 535.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.