Milli mála - 2022, Blaðsíða 13
MILLI MÁLA
12 Milli mála 14/2/2022
sem erlends tungumáls á undanförnum áratugum. Hafa ber í huga
að spænska er töluð sem opinbert tungumál í þremur heimsálfum og
er talið að málhafar séu hátt í 500 milljónir nú á dögum (Loureda
Lamas og fleiri 2020, 14). Tilgangurinn með þessari viðamiklu rann-
sókn er, eins og áður sagði, að bregða upp mynd af stöðu spænsku í
Evrópu um þessar mundir og grafast fyrir um ástæðu þeirrar stöðu.
Vonast er til að verklag og aðferð sú sem allir rannsóknarhóparnir
fylgja, ásamt skipulegri úrvinnslu gagna, geri kleift að kortleggja
spænskukunnáttu í álfunni og á Íslandi og bera saman niðurstöður
á milli Norðurlanda annars vegar og einstakra landa Evrópu hins
vegar.
Gagnaöflunin og greining gagnanna er í höndum rúmlega 30
sérfræðinga og fræðimanna. Þeim er skipt í nokkra verkefnahópa
og mynda þar með stórt samstarfsnet. Sumir þessara hópa einbeita
sér að einu tilteknu landi eins og franski rannsóknarhópurinn,5 sá
ítalski,6 sá portúgalski og svissneski. Aðrir hópar beina sjónum að
nokkrum löndum sem tengjast menningarsögulega, til að mynda
Benelux-löndunum sem og Bretlandi og Írlandi. Og þá eru hóp-
ar sem hafa á hendi Mið-Evrópu,7 Suðaustur-Evrópu8 og Austur-
Evrópu.9 Íslensku þátttakendurnir mynda hóp með fræðimönnum
frá hinum Norðurlöndunum en fyrir hópnum fer Linda Flores
Ohlson, Háskólanum í Gautaborg. Í hópnum eru fræðimenn frá Osló,
Stokkhólmi, Árósum, Kaupmannahöfn, Reykjavík og Tampere.
Gögn og niðurstöður rannsóknarverkefnisins verða gefin út á
bók í ritröðinni Kortlagning spænsku í Evrópu. Fyrsta bindið í rit-
röðinni hefur þegar komið út með titlinum Kortlagning spænsku í
Þýskalandi (sp. Demolingüística del español en Alemania, 2020) og áður
en langt um líður mun annað hefti ritraðarinnar koma út en það ber
titilinn Kortlagning spænsku í Sviss (sp. Demolingüística del español
en Suiza, 2022). Í árslok 2022 er svo gert ráð fyrir að rit um kort-
5 Hópurinn rannsakar spænskuna í Frakklandi, Andorra og Mónakó.
6 Rannsóknin nær til Ítalíu, San Marínó og Vatíkansins.
7 Austurríki, Slóvakía, Ungverjaland, Pólland og Tékkland.
8 Albanía, Bosnía og Hersegóvína, Búlgaría, Kýpur, Króatía, Slóvenía, Grikkland, Norður-
Makedónía, Malta, Moldavía, Svartfjallaland, Rúmenía, Serbía og Tyrkland.
9 Rússland, Armenía, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland, Eistland, Georgía, Kasakstan, Lettland,
Litháen og Úkraína. Sökum stríðsátaka í Úkraínu liggja rannsóknir þar á þessu sviði niðri um
þessar mundir og má gera ráð fyrir að niðurstöður rannsóknanna frá þessu svæði verði með þeim
síðustu sem verða gefnar út.
DRÖG AÐ KORTLAGNINGU SPÆNSKU Á ÍSLANDI
10.33112/millimala.14.1.2