Milli mála - 2022, Blaðsíða 14
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 13
lagningu spænsku í Portúgal líti dagsins ljós. Í öllum þessum ritum
er fjallað um rannsóknarverkefnið, niðurstöður þess, greiningu gagna
og túlkun á stöðu spænskunnar á viðkomandi svæði. Textunum fylgja
kort, töflur og myndir.10
Bygging þessarar greinar er með eftirfarandi hætti: Í fyrsta lagi
er gerð grein fyrir fræðasviðinu sem myndar umgjörð um rann-
sóknarverkefnið, þ.e. demolingüística (sp.) sem við kjósum að kalla
lýðfræði málvísindi og lýðfræðileg málvísindi á íslensku. Fjallað er um
upphaf rannsókna á þessu sviði og tengsl þeirra við önnur fræðasvið.
Því næst er meginrannsóknin kynnt og aðferðinni sem allir rann-
sóknarhóparnir fylgja gerð skil í stuttu máli. Þá eru valdir þættir
sem lúta að rannsóknarverkefninu á Íslandi reifaðir. Í lokaorðum er
stutt samantekt.
1. Lýðfræðimálvísindi: afmörkun,
markmið og fagorðaforði
Eins og áður var vikið að er Moreno Fernández einn þeirra fræði-
manna sem fer fyrir rannsóknarverkefninu um kortlagningu spænsku
í Evrópu. Hann hefur um langt árabil haft forystu um rannsóknir
í lýðfræðilegum málvísindum í spænskumælandi löndum heims,
einkum á Spáni. Moreno Fernández bendir á að rannsóknir á þessu
sviði falli alla jafna undir megindlegar rannsóknir þar sem byggt er
á lýðfræðilegum upplýsingum með það fyrir augum að fá yfirlit yfir
stöðu tungumála og í þessu rannsóknarverkefni yfir stöðu spænsku
í Evrópu (2014, 19–20), það er að segja hversu margir tala spænsku
að einhverju marki utan spænskumælandi málsamfélaga, hver er
bakgrunnur þessa fólks, m.a. aldur, kyn o.fl. Einnig er leitað svara
við því hvar, hvernig og hvers vegna þessir einstaklingar tala og læra
spænsku. Fræðasviðið sem myndar umgjörð um rannsóknarverk-
10 Í júlí 2021 var fyrsta málþingið um rannsóknina haldið rafrænt í því skyni að kynna fyrstu niður-
stöður hennar meðal þátttakenda og ræða ýmsar hliðar verkefnisins. Samanburður á fyrstu niður-
stöðum hinna mismunandi verkefnahópa bentu til þess að útbreiðsla spænsku ætti sér ekki stað
með sama hætti milli landa og landsvæða. Athygli vakti framlag rannsóknarhópsins frá Bretlandi
og Írlandi þar sem honum varð tíðrætt um útgöngu Bretlands úr ESB, sem mun væntanlega hafa
áhrif á búferlaflutninga og skipulag í menntamálum til lengri tíma litið og kann þá að breyta
sviðsmyndinni töluvert. Norræni rannsóknarhópurinn stefnir að því að kynna helstu niðurstöður
frá Norðurlöndunum á málþingi árið 2023.
ERLA ERLENDSDÓTTIR, HÓLMFRÍÐUR GARÐARSDÓTTIR OG NÚRIA JIMÉNEZ