Milli mála - 2022, Blaðsíða 193
MILLI MÁLA
192 Milli mála 14/2/2022
hafði á flótta. Úr glottandi munni hans hékk agnarsmár snáksbolur
með glitrandi litfagurt hreistur. Lítið höfuð hans, ljósbleikt og iðandi
af lífi, blikaði tignarlega á djúpum grunni kuflsins.
Ég undraðist list málarans, drungalegan tilbúning hans. Því
undarlegri þótti mér, næsta dag, guðsmóðir með rauðar kinnar, sem
hékk yfir hjónarúmi pani3 Elízu, ráðskonu gamla prestsins. Sami
pensill hafði farið um báða strigana. Holdmikið andlit guðsmóður-
innar var andlit Elízu. Og þarna komst ég nær lausn gátunnar um
Novograd-íkonana. Lausnin leiddi mig í eldhúsið til pani Elízu, þar
sem á ilmandi kvöldum komu saman skuggar hins gamla, þýlynda
Póllands með heilagan kjána í líki listamanns í fararbroddi. En var
hann heilagur kjáni, pan Apolek, sem fyllti úthverfaþorpin af englum
og tók í heilagra manna tölu halta trúskiptinginn Janek?
Hann kom hingað með Gottfried blinda fyrir þrjátíu árum einn
venjulegan sumardag. Félagarnir, Apolek og Gottfried, gengu að krá
Shmerels, sem er við Rovenskí-þjóðveginn, tvær verstur frá borgar-
mörkunum. Í hægri hendi hélt Apolek á kassa með litum, með þeirri
vinstri leiddi hann blindan harmonikkuleikara. Kliðmjúkt fótatak
þýsku, negldu klossanna þeirra ómaði af rósemd og von. Um mjóan
háls Apoleks hékk heiðgulur klútur, þrjár súkkulaðilitar fjaðrir
vögguðu á tírólahatti hins blinda.
Á kránni lögðu komumenn litina og dragspilið í gluggakistuna.
Listamaðurinn vafði af sér klútinn, sem var óendanlegur eins og
borði sjónhverfingamanns á markaði. Síðan gekk hann út í húsa-
garðinn, afklæddist og hellti ísköldu vatni yfir bleikan, grannan og
hruman líkamann. Kona Shmerels færði gestunum rúsínuvodka og
skál með ilmandi, hrísgrjónafylltum kjötbollum. Þegar Gottfried
var orðinn saddur setti hann harmonikkuna á beinaber hnén.
Hann andvarpaði, kastaði höfðinu aftur og hreyfði fingurna. Tónar
Heidelbergsöngvanna ómuðu um reykmettaða veggi gyðingakrár-
innar. Apolek tók undir með blindingjanum skjálfandi röddu. Allt
leit þetta út eins og komið hefði verið með orgelið úr Kirkju heilagrar
Indegildu og á því sætu gyðjur í einni röð með marglita vattklúta og
í negldum, þýskum klossum.
Gestirnir sungu til sólseturs, settu litina og dragspilið í striga-
3 „Frú“, pólska.
PAN APOLEK
10.33112/millimala.14.1.12