Milli mála - 2022, Blaðsíða 196
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 195
skyldumyndir, óguðlegar, barnalegar og litskrúðugar. Jósepar með
apalgrátt hár skipt í miðju, Jesúsar með roða í kinnum, sveita-Marí-
ur, margra barna mæður, sem sátu gleitt – þessir íkonar héngu í
helgimyndahornum, umkringdir pappírsblómsveigum.
– Hann hefur tekið ykkur í dýrlingatölu í lifanda lífi! hrópaði
fulltrúi biskupsins af Dúbno og Novokonstantínov þegar hann
svaraði lýðnum sem kom Apolek til varnar. – Hann hefur gætt ykkur
ósegjanlegum eiginleikum hinna heilögu, ykkur sem í þrígang hafið
fallið í synd óhlýðni, launbruggara, miskunnarlausa okrara, ykkur
sem vigtið falskt og seljið sakleysi ykkar eigin dætra!
– Yðar heilagleiki, sagði þá við fulltrúann Vítold halti, stór-
tækur þýfiskaupandi og kirkjugarðsvörður, – í hverju sér hinn
almiskunnsami pan Guð sannleikann, hver upplýsir sauðsvartan
almúgann um það? Og er ekki meiri sannleik að finna í myndum
Apoleks, sem efla stolt okkar, en í orðum yðar sem eru full af for-
mælingum og yfirlætisfullri reiði?
Hróp fjöldans stökktu biksupsfulltrúanum á flótta. Uppnámið
í þorpunum ógnaði öryggi kirkjunnar þjóna. Listamaðurinn, sem
ráðinn var í stað Apoleks, áræddi ekki að mála yfir Elku og Janek.
Og enn í dag má sjá þau á hliðarveggjum kirkjunnar í Novograd:
Janek sem postulann Pál, óttasleginn kryppling með úfinn, svartan
skegghýjung, trúskipting sveitarinnar, og svo hana, syndugu hór-
konuna frá Magdölum, vesæla og kjánalega, með dansandi líkama
og innfallnar kinnar.
Stríðið við prestinn stóð í þrjá áratugi. Síðan ruddi kósakkaflóðið
gamla munkinum úr ilmandi steinhreiðrinu hans og Apolek, ó,
hverfulu örlög! settist að í eldhúsi pani Elízu. Og hér sit ég, gestur
um stund, og drekk af víni samræðna hans á kvöldin.
Samræður – um hvað? Um rómantíska tíma pólska aðalsins, um
ofstækisfulla heift kvenfólksins, um listamanninn Luca dello Robbio
og um fjölskyldu smiðsins frá Betlehem.
– Mig langar að segja yður dálítið, pan skrifari … tilkynnti
Apolek mér leyndardómsfullur fyrir kvöldmatinn.
– Já, svaraði ég, já, Apolek, ég hlusta …
En kirkjuþjónninn pan Robatskí, harðlyndur, óheflaður, beinaber
og eyrnastór sat allt of nálægt. Hann breiðir úr trosnuðu líni þagnar
og andúðar fyrir framan okkur.
ÍSAAK BABEL