Milli mála - 2022, Blaðsíða 159
MILLI MÁLA
158 Milli mála 14/2/2022
úr frönsku, sem kemur þar á eftir, en aftur á móti er mun minna þýtt
á ensku, hún er í fjórða sæti yfir markmál með næstum helmingi
færri þýðingar en þýska sem trónar á toppnum.45 Þarna skapast mikið
valdaójafnvægi sem veldur því m.a. að í hugum margra fylgir enskri
þýðingu visst lögmæti sem gerir hana að gjaldgengum millimáls-
texta. Smærri tungur hafa ekki slíkan sess. Sum okkar gætu orðið
hissa ef Íslendingur nýtti færeysku sem millimál, alveg óháð gæðum
færeysku þýðingarinnar. Með minnkandi áhuga á tungumálanámi,
öðru en ensku, víða um lönd,46 eða með minnkandi framboði á
tungumálanámi við háskóla, hvort sem veldur, má líka búast við
að færri geti í framtíðinni þýtt úr öðrum málum og að við verðum
enn háðari enskum þýðingum frá framandi löndum – og þar með úr
íslensku.
Dæmi úr Smásögum heimsins
Á árunum 2016 til 2020 kom út ritröðin Smásögur heimsins í ritstjórn
okkar Kristínar Guðrúnar Jónsdóttur og Jóns Karls Helgasonar.
Þar getur að líta smásögur úr öllum byggðum álfum, samtals 94
sögur frá 75 löndum, þýddar úr 16 tungumálum, þ.á m. japönsku,
kóresku, taílensku, arabísku og búlgörsku, málum sem eru flest-
um Íslendingum framandi. Ekki tókst í öllum tilfellum að finna
þýðanda sem gat þýtt beint úr frummáli; sex sögur voru þýddar úr
millimálum og í flestum tilfellum var þá fengin manneskja sem var
læs á bæði málin til þess að bera þýðinguna saman við upprunalega
frumtextann. Stundum skilaði það fáum eða engum athugasemdum
en í öðrum tilfellum komu fram veruleg frávik.
Kínverska sagan var þýdd úr ensku en gátuð af íslenskumælandi
Kínverja sem fann nokkur frávik í ensku þýðingunni, aðallega hvað
niðurlagið snerti. Þar vantaði hvorki meira né minna en sex efnis-
greinar aftan á söguna sem hafði í för með sér að amman í sögunni,
sem dó í kínversku frumgerðinni, var enn á lífi. Einhver virðist hafa
ritstýrt eða breytt sögunni með þeim afleiðingum að hún fékk mun
opnara niðurlag. Vissulega kann að hafa verið um handvömm að
45 UNESCO‘s Index Translationum.
46 Sjá t.d. McIntyre, „Students lose interest in modern foreign language degrees“.
ÞEGAR ÞÝTT ER ÚR MILLIMÁLI
10.33112/millimala.14.1.7