Milli mála - 2022, Blaðsíða 127

Milli mála - 2022, Blaðsíða 127
MILLI MÁLA 126 Milli mála 14/2/2022 sé einhver annar, svo ókunnugur sjálfum sér að hann óttist að hitta sig fyrir. Kannski er það eftir allt saman einhver ókunnug hönd sem heldur um pennann, eða eitthvert afl eða eind sem vinnur í gegnum höfundinn. Kannski er það eitthvað á borð við guð, söguhöfund eða jafnvel raunhöfund, og Rodrigo er því í þeim skilningi alls ekki undanþeginn hendingunni eða örlögunum, frásögninni, lífinu. „Staðreyndin er sú að ég hef örlög í höndum mér en finnst þó eins og ég sé ekki nógu voldugur til að skálda nokkuð upp með frjálsum hætti: ég fylgi hulinni, örlagaþrunginni línu [...] Ég skrifa vegna þess að ég hef ekkert annað að gera í heiminum: Ég var skilinn eftir og það er enginn staður fyrir mig í heimi manna“ (12). Höfundurinn á í tilvistarkreppu, sinni eigin sjálfsmyndarkrísu sem fylgir sköpunarþörfinni og upphefst þegar hann lítur stúlkuna augum í fyrsta sinn. Fyrirmynd persónunnar sem hann skapar kemur af stað ferli sem setur í uppnám sýn hans á umheiminn og sjálfan sig. Sjálfsmynd hans er að segja má alfarið bundin við starf rithöfundarins – sem þó er kollvarpað á vissan hátt með ritun þessarar sögu og annarlegrar vitundar um að skáldskapurinn sé ekki alveg á hans valdi heldur tilheyri jafnvel „öðrum“ – og hið sama má að vissu leyti segja um Macabéu. Hún starfar sem vélritunarstúlka og það vegur þungt í hennar hugmynd um sjálfa sig: „Vegna þess hve vankunnandi hún var þurfti hún að vélrita hægt staf fyrir staf – það var frænka hennar sem kenndi henni á ritvél. Og stúlkan hafði af því sæmd: hún var loksins orðin vélritunarstúlka“ (7). Þannig speglar höfundurinn sjálfan sig í persónu sinni; hann skrifar að því er virðist á valdi einhvers annars, jafnvel eigin sköpunarverks, og lýsir verki sínu tíðum sem skrá- setningu atburða og staðreynda, jafnvel þótt hann dragi aldrei dul á að um skáldskap sé að ræða.27 Sem ritari skrifar Macabéa upp eftir yfirmanni sínum, þó að hún sé í raun ekki fullfær um það og skrifi rangt eftir „fagurri og ávalri rithönd síns ástkæra yfirmanns“ (7), annaðhvort vegna misskilnings, vanþekkingar eða vísvitandi. 27 Vélritunarstúlkan speglar einnig á áhugaverðan hátt hluta af Eyðilandi T.S. Eliots, eða frásögnina af Tiresiasi, sem Eliot lýsir sem öldungi „með uppþornuð konubrjóst,“ sem þjónar á vissan hátt sem sjáandi sem dæmdur er til að verða vitni að allskostar ástarlausum atlotum vélritunarstúlku og ungs manns sem „reynir að koma henni til“ og „hún hafnar því ekki, vill samt ekki neitt“, og „inn ryðst hann, rauður og þrútinn, án fyrirvara“. Tiresias „sá þetta allt, vissi hvað gerast átti –/ og beið eftir gestinum sem vænta mátti“. Sjá T.S. Eliot, Eyðilandið, 20–23. LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR 10.33112/millimala.14.1.6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.