Milli mála - 2022, Blaðsíða 190

Milli mála - 2022, Blaðsíða 190
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 189 verulega atburði sem bakgrunn fyrir skáldskap fremur en að lýsa atburðum sem í engu hvikuðu frá raunveruleikanum. Lesendum getur þó virst sem sögurnar séu gögn um raunverulega atburði; þær eru settar fram í skýrsluformi, sem bréf og frásagnir. Dagsetningar eru mikið notaðar, sögulegar persónur koma fyrir sem og staðir sem sannarlega eru til. Ekki er þó hægt að treysta því að bæir sem nefndir eru séu staðsettir á sama stað og haldið er fram í sögunum, eða að riddaralið Búdjonnyjs hafi nokkurn tíma komið þangað. Allt verður afstætt og áhrifin skipta mestu máli. Babel var afar vandvirkur og margskrifaði sögurnar áður en hann var ánægður. Sjálfur sagðist hann vera sneyddur öllu ímyndunarafli og að hann yrði að þekkja öll smáatriði út í æsar, annars gæti hann ekki skrifað: „Þess vegna skrifa ég svona hægt og lítið. Þetta er mér verulega erfitt“.8 Hver saga er þó eins og hröð expressjónísk skissa eða ljósmynd þar sem ekkert er falið eða fegrað, en lýsingin og sviðs- myndin verða aðalatriði. Atburðirnir minna á heimsendi, ragnarök, þar sem sólin losnar af festingunni og jörðin opnast. Grimmdin, mis- kunnarleysið og þjáningarnar einar og sér virðast ekki nægja til að ná fram þeim áhrifum sem óskað er eftir. Það er einkum á grunni sviðs- myndarinnar og lýsingarinnar, táknum himins og jarðar, sem hug- myndin um fall mannsins og allsherjar uppgjör verður áþreifanleg. Drunur og óp dynja í eyrum lesandans sem hverfur í loga og myrkur. Sagan um Pan Apolek er sú fimmta í safninu. Miklum hörmung- um hefur verið lýst, drápum, deyjandi fólki, hestum sem örmagnast, föðurmorði, vanhelgun kirkna, eyðileggingu og ringulreið, og í þeim aðstæðum er sögumaður staddur. En svo er skipt um takt. Í „ringul- reið rústanna“9 sér sögumaður ekki eyðileggingu og ofbeldi heldur tákn um einhvers konar heilagleika. Mitt í hamförunum er staldrað við, setið á hljóðskrafi í ilmandi eldhúsi og sögð sagan af Pan Apolek, naíva farandlistamanninum sem gerir hina syndugu að dýrlingum og ferðast ásamt vini sínum, Gottfried, um jörðina, með pensla og liti undir handleggnum og höfuðið fullt af sögum og draumum sem stækka veröldina og hjörtu mannanna. Velgengni Babels var talsverð fram eftir þriðja áratugnum en svo fór að halla undan fæti líkt og hjá fleiri rithöfundum í Sovétríkjunum. 8 Пирожкова og Юргенева, Воспоминания о Бабеле, 27. 9 Исаак Бабель, Сочинения, 2. bindi, 18. Úr sögunni „Pan Apolek“. Sjá einnig bls. 191, hér á eftir. REBEKKA ÞRÁINSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.