Milli mála - 2022, Blaðsíða 151
MILLI MÁLA
150 Milli mála 14/2/2022
fækkað hreinum þýðingavillum. Um leið getur þessi aðferð reyndar
afvegaleitt ístöðulausan þýðanda, t.d. þannig að hann fari að taka of
mikið mið af þýðingu sem var unnin á forsendum annars menningar-
heims.22 Sem dæmi um háska þýðandans í þessu samhengi má nefna
þýðingar á titli bókarinnar As I Lay Dying eftir William Faulkner. Á
dönsku er hann I min sidste time, á sænsku Medan jag låg och dog og á
þýsku Als ich im Sterben lag. Ekki þarf að horfa lengi á titlana til að
sjá hve ólíkar leiðir þessir þýðendur hafa farið. Ef greinarhöfundur
hefði tekið mið af einhverjum þeirra hefði titillinn vel getað orðið
allt annar en Sem ég lá fyrir dauðanum.
Spyrja má hvers vegna stundum séu gefnar út þýðingar úr
millimáli þó að þýðandi úr frummáli sé tiltækur. Martin Ringmar
varpar fram þeirri skýringu að í sumum tilfellum kunni að vera
þægilegra og áhættuminna að semja við reyndan þýðanda um að þýða
úr millimáli en að fá óreyndan þýðanda til að þýða úr frummáli.23
Mín reynsla af ritstjórn er líka sú að þegar samið er við óreyndan
bókmenntaþýðanda, sem þó kann frummálið vel, geti þurft að verja
meiri kröftum í að ritstýra þýðingunni.
Vandinn við að þýða úr millimálum
Þýðingar úr millimáli eru enn flóknara og margslungnara fyrir-
bæri en þýðingar úr frummáli þó að verkefni þýðandans sjálfs sé að
miklu leyti það sama og þegar þýtt er beint úr frummáli. Þýðing
úr millimáli getur verið komin um langan veg, stundum kann að
vera um að ræða þýðingu á þýðingu á þýðingu og eins kunna tvö eða
fleiri millimál að hafa verið höfð til hliðsjónar við þýðingarvinnuna.24
Það síðarnefnda höfum við oft séð á Íslandi, t.d. við þýðingu Árna
Óskarssonar á skáldsögu Nóbelsverðlaunahafans Olgu Tokarczuk,
Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu, sem kom út árið 2022. Þar er þess
22 Lítið dæmi um það hvernig þýðingar laga sig stundum að menningarheimi markmálsins: Danskur
þýðandi Íslendingasagna breytti endingunni „son“ í íslenskum mannanöfnum í „sen“. Jón Karl
Helgason, Rewriting Njáls Saga, 100.
23 Ringmar, „“Roundabout Routes“: Some remarks on indirect translations“, 6–7.
24 Sumar Biblíuþýðingar eru t.d. fyrra markinu brenndar. Sjá Washbourne, „Nonlinear narratives:
Paths of Indirect and Relay Translation“, 610. Þá bendir Martin Ringmar á að íslenskar þýðingar
á finnskum bókum hafi iðulega nýtt danska millimálsþýðingu sem hafi aftur verið þýdd úr
sænsku: „“Roundabout Routes“: Some remarks on indirect translations“, 8.
ÞEGAR ÞÝTT ER ÚR MILLIMÁLI
10.33112/millimala.14.1.7