Milli mála - 2022, Síða 124

Milli mála - 2022, Síða 124
MILLI MÁLA Milli mála 14/1/2022 123 Rodrigos S.M., hvort sem hann missir raunverulega stjórnina, lætur sem hann geri það, eða trúir því jafnvel sjálfur að óskapnaðurinn sleppi frá honum. Þess vegna veit ég ekki hvort sagan mín verði – verði hvað? Ég veit ekki neitt, ég hef ekki enn fengið mig til að skrifa hana. Mun eitthvað gerast? Já ýmislegt. En hvað? Það veit ég ekki heldur. Ég er ekki að reyna að byggja upp í þér einhverjar kvalafullar og óseðjandi væntingar: ég veit í alvörunni ekki hvað bíður mín, ég er með ansi kvika persónu í höndunum sem hrekkur mér sífellt úr greipum og væntir þess að ég bjargi sér. (13) Þvert á það sem sögumaður segir hér hefur hann þegar ljóstrað því upp innan sviga að hann viti nákvæmlega hvað muni verða og vísar í einn af undirtitlum sögunnar, sem reynist vera hinstu orð Macabéu, eða „Hvað framtíðina varðar“.20 Sagan er skrifuð í rauntíma en hefur þó einnig átt sér stað. Sögumaður lýsir henni sem frásögn eða grein- argerð undanfarandi atburða en jafnframt sem afleiðingu stigvaxandi sýnar þess sem er yfirvofandi. Á vissan hátt er þetta meðganga sem lýkur í senn með getnaði, fæðingu og dauða, frásögn sem bítur ekki bara í skottið á sér og lýkur á eigin upphafi eins og Finnegans Wake eftir James Joyce, heldur innbyrðir sjálfa sig í heilu lagi. Hér má greina viss einkenni sjálfgetnu skáldsögunnar, afbrigði sjálfsagna sem sameinar þroskasöguna og listamannssöguna en hefur „það sérkenni að lýsa einnig sinni eigin forsögu“.21 Í hefð- bundnum skilningi væri erfitt að lýsa Stund stjörnunnar beinlínis sem Bildungsroman, þroskasögu eða listamannssögu,22 jafnvel þótt hún feli í sér viss einkenni þeirra bókmenntagreina. Rodrigo stígur fram 20 Stund stjörnunnar ber ekki aðeins einn titil heldur þrettán sem þjóna sem leiðarstikur og sóttir eru í frásögnina sjálfa og mynda saman eins konar formála eða dyr að verkinu. Þess má geta að þessir þrettán titlar eru eflaust ekki svo margir fyrir hendingu, heldur hefur talan þrettán mögulega haft mystíska eða táknræna merkingu fyrir höfundinn, en undirskrift hennar gengur þvert yfir titlana líkt og hún rjúfi þar á milli söguheims og raunheims á einhvern undarlegan ekki síður en skemmtilegan og athyglisverðan hátt. Sjá Moser, Why This World, 375. Einnig er vert að benda á áhugaverða greiningu Hélène Cixous á titlunum þrettán í Reading with Clarice Lispector, 145–148. 21 Jón Karl Helgason, Sögusagnir, 114. 22 Þroskasaga (þý. Bildungsroman) er skilgreind sem frásögn af þroskaferli einstaklingsins eða sögu- hetjunnar í frásögn sem teygir sig jafnan frá æsku til mótaðrar sjálfsmyndar, listamannssaga er afbrigði þroskasögu sem tekur sérstaklega mið af mótun listamanns, eða höfundar. Sjá nánar t.d. Moretti, The Way of the World: The Bildungsroman in European Culture. Einnig má finna prýðilega skilgreiningu í Hugtök og heiti í bókmenntafræði, ritstj. Jakob Benediktsson. ARNÓR INGI HJARTARSON
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202

x

Milli mála

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.