Milli mála - 2022, Blaðsíða 176
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 175
þránni í trássi við trúna. Það sem var stórkostlegt í þessari harmrænu
og ógnvekjandi túlkun á gamanleik Molières var að ekki þurfti að
aðlaga textann á neinn hátt. Öll orðin hljómuðu nákvæmlega rétt.
Þetta rennir stoðum undir hið algilda í leikritum Molières, sem
mikið hefur verið rætt um og ritað. Þó virðist mér nærri lagi að draga
fram sveigjanleika Molières. Allar aðstæður sem hann tekur fyrir eru
leikrænar. Fyrir honum, eins og fyrir mörgum samtímamönnum
hans, er „heimurinn leikhús“. Shakespeare valdi þetta stóíska
spakmæli úr fornöld einnig sem sín kjörorð. Og leikhúsið sjálft,
og ekki síst gamanleikurinn, er auðvitað sá vettvangur sem hentar
best til að sýna fram á hið leikræna í mannlegum samskiptum, til
að sýna að heimurinn sé leikhús. Molière tengdi þessi tvö „leikhús“
með sinni skörpu sýn á þau álitamál sem voru í deiglunni. Hann var
fræðandi án þess að vera þunglamalegur og bjó yfir stórkostlegu hug-
myndaflugi og sköpunarkrafti. Hann lék sér ávallt að því að umturna
aðstæðum og spegla þær með leikþáttum inni í ramma leikritsins,
blanda saman grafalvarlegum tónum og leikandi léttum og flétta
raunsæi inn í hina mestu fantasíu.
Líf Molières var sjálft eins konar allsherjar leikhúsgjörningur.
Hann var leikari og lék bæði í harmleikjum og gamanleikjum.
Samtímamenn hans voru sammála um að hann nyti sín ekki í harm-
leikjunum, hins vegar virðist hann hafa verið stórkostlegur gaman-
leikari. Hann notaði stundum grímur, eins og ítölsku leikararnir
gerðu gjarna á þeim tíma, og lét leikarana í leikhópnum sínum leika
með grímur, ekki síst til að túlka lækna (læknirinn er ein týpan í
persónugalleríi commedia dell’arte-leikhefðarinnar). Hann gat líka ýkt
andlitsdrætti sína eins og hann væri með grímu, gefið andliti sínu
hvaða svip sem var og breytt honum á örskotsstundu, og hann hikaði
ekki við að ranghvolfa í sér augunum. Hann var jafn flinkur og loft-
fimleikamaður. Hann stjórnaði leikhópnum og var leikstjóri. Hann
lagði mikla áherslu á búninga og leikmynd og stjórnaði tjáningu
hvers og eins leikara af mikilli nákvæmni. Það kom þó ekki í veg
fyrir að hann gæfi þeim svigrúm fyrir spuna. Hann var vís til að
spinna við sinn eigin texta á leiksýningu ef áhorfendahópurinn gaf
tilefni til slíks.
Gamanleikir hans sækja í allar leiklistarhefðir og spila með allar
skáldskaparfræðilegar reglur þeirra tíma. Stóru gamanleikirnir hans
HÉLÈNE MERLIN-KAJMAN