Milli mála - 2022, Blaðsíða 119
MILLI MÁLA
118 Milli mála 14/2/2022
karlkyns sögumann, lætur hún ekki af aðild sinni,“10 segir Piontero
og nefnir einmitt „tilfinningalegt hlutleysi“ sem ávinning þessarar
frásagnaraðferðar. Engu að síður virðist Pontiero hreinlega ekki virða
Rodrigo S.M. viðlits í umfjöllun sinni, en hann taldi jafnframt að
þetta frásagnarbragð væri vankantur á skáldsögunni og að hans áliti
misheppnað. Cynthia A. Sloan virðist á sama máli, í það minnsta að
því leyti sem þessi aðferð Lispector er tilraun í kynjamörkun (e. gen-
der marking); telur hún að sú tilraun hefði verið áhrifameiri og áhuga-
verðari „ef Lispector hefði bælt eigin rödd og breytt sjálfskoðandi,
lýrískum og afar sjálfsmeðvituðum ritunarstíl sínum í meira mæli“.11
Sloan bendir jafnframt á tilhneigingu gagnrýnenda til þess að hundsa
sögumanninn sem Lispector miðlar frásögninni í gegnum en greinir
sögumanninn einmitt sem grundvallareiningu í því sem hún kallar
„kynjaleik“ (e. gender game) skáldsögunnar: „[Lispector] stígur til
hliðar sem ráðandi rödd textans og skapar karlkyns undirsáta (e.
subject) sem segir frá, Rodrigo S.M., sem holdgerir rödd og strúktúr
feðraveldisins og, til viðbótar, limhverf tungumál og ritunarhefðir.“12
Í lýsingu Tóibíns á skáldsögu Lispector, sem vísað er til hér að
framan, eru sviðsettar ákveðnar kringumstæður sem vert er að
glöggva sig á áður en lengra er haldið. Á sviði skáldsögunnar hittum
við sem sagt Rodrigo S.M., rithöfund og sögumann verksins, sem
jafnframt skrifar sögu Macabéu, fátækrar stúlku frá norðausturhluta
Brasilíu, sem lifir á pylsum og starfar sem vélritunarstúlka í Ríó de
Janeiro. Hún er nærri því ósýnileg og gæti virst ein af þúsundum
umkomulausra stúlkna á götum stórborgarinnar, sem eiga ekkert
annað en líkama sína að selja fyrir staðgóða máltíð. „En persónan
sem ég ætla að tala um hefur vart líkama til að selja, enginn kærir
sig um hana, hún er hrein mey og meinlaus, enginn myndi sakna
hennar“ (5–6). Þannig lýsir sögumaður eigin sköpunarverki, stúlku
sem hann sér dag einn bregða fyrir úti á götu og verður gagntekinn
af, endurskapar og verður loks yfir sig ástfanginn af. En hann snýr
lýsingunni einnig upp á sjálfan sig: „Ennfremur – nú átta ég mig
á því – myndi enginn sakna mín. Og meira að segja það sem ég er
10 Pontiero, „Testament of Experience. Some Reflections on Clarice Lispector’s Last Narrative „A
Hora Da Estrela““, 15.
11 Sloan, „The Social and Textual Implications of the Creation of a Male Narrating Subject in Clarice
Lispector’s „A hora da estrela““, 98.
12 Sama heimild, 91.
LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR
10.33112/millimala.14.1.6