Milli mála - 2022, Blaðsíða 48
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 47
orðið sem myndar seinni kjarnaliðinn í þágufalli en það kemur til af
því að forsetningin sem tengir kjarnaorðin stýrir þágufalli, t.d. mann
af manni og hús úr húsi.
Hér að neðan eru dæmi um orðapör þar sem tengiorðið er forsetn-
ing. Fyrst koma dæmi um íslensk orðapör, þá spænsk og síðan þýsk.
2.1.1.1. Íslenska
Með forsetningunni á [kjarnaorð+á+kjarnaorð]
maður á mann.
Með forsetningunni af [kjarnaorð+af+kjarnaorð]
ár af ári, bæ af bæ, dag af degi, mann af manni, mold af moldu, orð af orði.
Með forsetningunni eftir [kjarnaorð+eftir+kjarnaorð]
ár eftir ár, bók eftir bók, dag eftir dag, hring eftir hring, maður eftir mann,
mánuð eftir mánuð, skipti eftir skipti, tíð eftir tíð, vers eftir vers.
Með forsetingunni frá [kjarnaorð+frá+kjarnaorð]
ár frá ári, bæ frá bæ, dag frá degi, mann frá manni.
Með forsetningunni fyrir [kjarnaorð+fyrir+kjarnaorð]
atkvæði fyrir atkvæði, auga fyrir auga, blaðsíðu fyrir blaðsíðu, króna fyrir
krónu, lið fyrir lið, mann fyrir mann, orð fyrir orð, skref fyrir skref.
Með forsetningunni í [kjarnaorð+í+kjarnaorð]
allt í öllu, arm í arm, hönd í hönd, trekk í trekk.
Með forsetningunni yfir [kjarnaorð+yfir+kjarnaorð]
steinn yfir steini.
Með forsetningunni við [kjarnaorð+við+kjarnaorð]
bíll við bíl, hlið við hlið, kinn við kinn, maður við mann, tré við tré.
Með forsetningunni úr [kjarnaorð+úr+kjarnaorð]
borg úr borg, hús úr húsi, land úr landi.
ERLA ERLENDSDÓTTIR OG ODDNÝ G. SVERRISDÓTTIR