Milli mála - 2022, Blaðsíða 98
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 97
um leið og hún horfir yfir farinn veg: „Ég hélt alltaf að ef ég legði
nógu hart að mér þá yrði ég kannski húsfreyja sjálf einn daginn“
(82), og við sjáum að hún batt vonir sínar við þetta þegar hún valdi
að starfa fyrir Natan á Illugastöðum. Hún er hins vegar munaðarlaus
fátæklingur á sínum yngri árum og síðar þjónustustúlka sem þarf að
reiða sig á húsbændur sína. Hún hefur þannig takmörkuð völd yfir
eigin lífi, og metnaður hennar er fordæmdur af samfélaginu þar sem
slíkar pælingar þykja ekki sæma svo lágt settri konu. Þrátt fyrir aug-
ljósa hæfileika Agnesar virðast því tilraunir hennar til að bæta stöðu
sína vera dæmdar til að mistakast.
2. Ástarljóð til Íslands: örlögin,
landslagið og náttúran
Líkt og rakið hefur verið hér er Náðarstund bæði endurskoðun á
sögunni og tilgátuævisaga, en hún er einnig skáldsaga um Ísland
og Norðrið. Allir þessir fletir á sögunni fléttast saman og eru háðir
hvor öðrum en Kent notar sögusviðið sem kjarnann í lýsingunni á
Agnesi og hennar ólánssama lífi. Því má segja að hinn náttúrulegi
heimur Agnesar „fangelsi hana og móti“.47 Kent hefur margsinnis
lýst Náðarstund sem drungalegum ástaróði til Íslands, ástaróði þar
sem ætlun hennar er að heiðra landið með sögulega nákvæmri fram-
setningu og ljóðrænum lýsingum.48 Er Kent kom fyrst til Íslands
fann hún umsvifalaust fyrir einhvers konar andlegum tengslum við
landslagið.49 Í huga hennar er Ísland land öfga þar sem landslagið er
fjandsamlegt og náttúran er „drottning“ og helsta mótunaraflið í lífi
fólksins sem þar býr.50 Þess vegna ættu landslag, veður og náttúra að
vera þungamiðjan í skáldsögu sem gerist á Íslandi,
47 „Hannah Kent answers questions from our reading group“, 353.
48 Sjá t.d.: „Hannah Kent answers questions from our reading group“, 353; Touitou, „Burial Rites is
as much a dark love letter“; Friðrika Benónýsdóttir, „Myrkt ástarljóð til Íslands“; Hanke, „A dark
love letter to Iceland“; Maitzen, „A ‚Dark Love Letter to Iceland‘“.
49 Romei, „Hannah Kent’s debut novel“; „No more than a ghost – Burial Rites“.
50 Hanke, „A dark love letter to Iceland“; Dotinga, „Burial Rites‘ author Hannah Kent finds mystery
in Iceland“.
INGIBJÖRG ÁGÚSTSDÓTTIR