Milli mála - 2022, Blaðsíða 123

Milli mála - 2022, Blaðsíða 123
MILLI MÁLA 122 Milli mála 14/2/2022 hver hlýtur að hafa gert þetta“ (31). Macabéa virðist hafa orðið honum eins konar vitrun, eða jafnvel valdið rofi á veruleika hans, hugljómun sem snýr heimi höfundarins á hvolf.19 „Eins og ég mun nú útskýra verður þessi saga afleiðing stigvaxandi sýnar […] Það er sýn þess sem er yfirvofandi. Hvað er það? Kannski kemst ég að því síðar. Rétt eins og ég skrifa á sama tíma og ég er lesinn“ (4). Sögumaðurinn Rodrigo S.M. er ekki áreiðanlegur og þess vegna tekur lesandi því með fyrirvara þegar hann segist enga stjórn hafa á sköpunarverki sínu; að textinn, frásögnin, tungumálið, persónan hafi hrifsað af honum taumana. „Ég ber enga ábyrgð á því sem ég skrifa núna (63),“ segir hann þegar dregur nærri endalokum skáldsögunnar, en andartökum síðar, þegar Macabéa liggur dauðvona á götunni, skýtur hann því að innan sviga að hann „gæti enn spólað til baka og byrjað aftur þar sem Macabéa stóð á gangstéttinni“ en bætir þó við að hann hafi þegar gengið of langt og geti „ekki snúið við úr því sem komið er“ (70). Sögumaður gerir sig að lesanda sögunnar sem hann sjálfur skrifar, að viðtakanda og skapara í senn. Þetta birtist meðal annars í því hvernig hann vefur skáldskap sinn úr veruleikanum og svo þvert á móti hvernig skáldskapurinn mótar veruleika hans. Þessi frásögn hefur í för með sér umbreytingu hans og loks dauða. Persónurnar sem hann skapar hafa allar því sem næst líkamleg áhrif á hann, hann verður óþreyjufullur, ergilegur og finnur til ógleði og sektarkenndar. Hann örmagnast, einangrar sig frá umheiminum og samsamar sig persónu sinni eins og hægt er. Hann sér stúlku á götu úti og setur sig í hennar spor, ímyndar sér veruleika hennar og endur- skapar, hann les umheiminn og þýðir í frásögn sem fær á sig slíkan skriðþunga að ómögulegt er fyrir sögumann/höfund að hemla, jafn- vel þótt hún feli í sér hans eigin dauðdaga sem og persónunnar sem hann skrifar um. „Hún var loksins laus við sjálfa sig og okkur. Ekki óttast, dauðinn er andartak, líður hjá sisvona, ég veit það vegna þess að ég dó rétt í þessu með stúlkunni. Ég vona að þú fyrirgefir mér þennan dauða. Því ég gat ekki að því gert“ (76). Það er að minnsta kosti hluti af sjónhverfingum sögumannsins, 19 Cynthia A. Sloan bendir á þetta sem eitt viðbragða sögumannsins við veruleika Macabéu og óhjá- kvæmilegum árekstri við málefni fátæktar, sem tilraun til að fjarlægja sig frá sögupersónu sinni, að gera lesandanum ljóst að hann hafi ekki leitað þetta viðfangsefni uppi heldur hafi það (hún) þröngvað sér upp á hann. Sjá „The Social and Textual Implications of the Creation of a Male Narrating Subject in Clarice Lispector’s „A hora da estrela“, 94–95. LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR 10.33112/millimala.14.1.6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202

x

Milli mála

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Milli mála
https://timarit.is/publication/1074

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.