Milli mála - 2022, Qupperneq 123
MILLI MÁLA
122 Milli mála 14/2/2022
hver hlýtur að hafa gert þetta“ (31). Macabéa virðist hafa orðið honum
eins konar vitrun, eða jafnvel valdið rofi á veruleika hans, hugljómun
sem snýr heimi höfundarins á hvolf.19 „Eins og ég mun nú útskýra
verður þessi saga afleiðing stigvaxandi sýnar […] Það er sýn þess sem
er yfirvofandi. Hvað er það? Kannski kemst ég að því síðar. Rétt eins
og ég skrifa á sama tíma og ég er lesinn“ (4).
Sögumaðurinn Rodrigo S.M. er ekki áreiðanlegur og þess vegna
tekur lesandi því með fyrirvara þegar hann segist enga stjórn hafa á
sköpunarverki sínu; að textinn, frásögnin, tungumálið, persónan hafi
hrifsað af honum taumana. „Ég ber enga ábyrgð á því sem ég skrifa
núna (63),“ segir hann þegar dregur nærri endalokum skáldsögunnar,
en andartökum síðar, þegar Macabéa liggur dauðvona á götunni,
skýtur hann því að innan sviga að hann „gæti enn spólað til baka og
byrjað aftur þar sem Macabéa stóð á gangstéttinni“ en bætir þó við
að hann hafi þegar gengið of langt og geti „ekki snúið við úr því sem
komið er“ (70). Sögumaður gerir sig að lesanda sögunnar sem hann
sjálfur skrifar, að viðtakanda og skapara í senn. Þetta birtist meðal
annars í því hvernig hann vefur skáldskap sinn úr veruleikanum
og svo þvert á móti hvernig skáldskapurinn mótar veruleika hans.
Þessi frásögn hefur í för með sér umbreytingu hans og loks dauða.
Persónurnar sem hann skapar hafa allar því sem næst líkamleg áhrif
á hann, hann verður óþreyjufullur, ergilegur og finnur til ógleði og
sektarkenndar. Hann örmagnast, einangrar sig frá umheiminum og
samsamar sig persónu sinni eins og hægt er. Hann sér stúlku á götu
úti og setur sig í hennar spor, ímyndar sér veruleika hennar og endur-
skapar, hann les umheiminn og þýðir í frásögn sem fær á sig slíkan
skriðþunga að ómögulegt er fyrir sögumann/höfund að hemla, jafn-
vel þótt hún feli í sér hans eigin dauðdaga sem og persónunnar sem
hann skrifar um. „Hún var loksins laus við sjálfa sig og okkur. Ekki
óttast, dauðinn er andartak, líður hjá sisvona, ég veit það vegna þess
að ég dó rétt í þessu með stúlkunni. Ég vona að þú fyrirgefir mér
þennan dauða. Því ég gat ekki að því gert“ (76).
Það er að minnsta kosti hluti af sjónhverfingum sögumannsins,
19 Cynthia A. Sloan bendir á þetta sem eitt viðbragða sögumannsins við veruleika Macabéu og óhjá-
kvæmilegum árekstri við málefni fátæktar, sem tilraun til að fjarlægja sig frá sögupersónu sinni,
að gera lesandanum ljóst að hann hafi ekki leitað þetta viðfangsefni uppi heldur hafi það (hún)
þröngvað sér upp á hann. Sjá „The Social and Textual Implications of the Creation of a Male
Narrating Subject in Clarice Lispector’s „A hora da estrela“, 94–95.
LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR
10.33112/millimala.14.1.6