Milli mála - 2022, Blaðsíða 126
MILLI MÁLA
Milli mála 14/1/2022 125
Hún á sér í raun ósköp daufa sjálfsmynd, mjög takmarkaða sjálfs-
vitund:
„Hún hafði aldrei hugsað: „Ég er ég“. Mig grunar að hún hafi
ekki trúað að hún hefði rétt til þess, hún var hending. Fóstur vafið
í dagblað sem fleygt var í sorptunnuna. Eru þúsundir hennar líkar?
Já, og einnig þær eru ekkert annað en hendingar“ (28). Orðið hend-
ing24 vekur upp hugmyndir Heideggers um Geworfenheit: lesanda er
kastað inn í (sögu)heiminn, hvort sem er í skáldskap eða veruleika. Í
áhugaverðri grein sinni „„Hagið yður að hætti förumanna“ – um tví-
hyggjuna í ferðabókum Thors Vilhjálmssonar“ heldur Guðmundur S.
Brynjólfsson því fram að hugtak Heideggers sé upphaflega gnóstískt
og vitnar í Hans Jonas: „Í skrifum gnóstíkera er þessi hugsun
gegnumgangandi: lífinu hefur verið varpað inn í heiminn, ljósinu í
myrkrið, sálinni í líkamann.“25 Samkvæmt gnóstískri tvíhyggju er
heimurinn illur staður sem okkur er fleygt inn í, líkami okkar efnis-
heimur í sjálfu sér sem sálinni er skotrað í. „Mennskan er barátta í
óvinveittum heimi. Orðið – eða tungumálið, textinn í tilfelli rithöf-
undar – er baráttutækið sem maðurinn hefur og það vopn er honum
lagt í hendur af guði.“26
Hendingin nær sjálfsagt sömuleiðis yfir þá tilviljun og óreiðu
sem líf mannsins er undirorpið, og í þeirri heimsmynd mætti jafnvel
greina eins konar örlagahyggju sem felst í valdaleysi sjálfsverunnar
gagnvart kaosinu. En höfundur er sá sem tekur sér penna í hönd og
sleppur undan „hendingunni“, eða berst gegn heiminum, því það að
skrifa er verknaður sem felur í sér nærri því guðlegt vald, vald yfir
tungumálinu, sameindunum sem heimurinn sprettur af. „Það er þá
sem ég kemst í snertingu við mín innri öfl, ég finn Drottin þinn í
sjálfum mér“ (28), segir Rodrigo en viðurkennir síðan að hann viti
ekki hvers vegna hann skrifi og honum líði stundum eins og hann
24 Á frummáli hljóða línurnar sem vitnað er í þannig: „Nunca pensara em “eu sou eu”. Acho que
julgava não ter direito, ela era um acaso. Um feto jogado na lata de lixo embrulhado em um jornal.
Há milhares como ela? Sim, e que são apenas um acaso.“ Í þýðingu hefur orðið hending orðið fyrir
valinu hér fyrir orðið acaso í frumtexta og fluke í enskri þýðingu. Kannski hefði orðið tilviljun
hentað betur, en hending rímaði hreinlega svo vel við að fleygja einhverju í sorptunnuna, og sömu-
leiðis að vera kastað inn í heiminn, sbr. umræðuna sem fylgir á eftir, að hjá því varð vart komist
að halda í hendinguna.
25 Guðmundur S. Brynjólfsson, „„Hagið yður að hætti förumanna“ – um tvíhyggjuna í ferðabókum
Thors Vilhjálmssonar“, 107.
26 Sama heimild, 107.
ARNÓR INGI HJARTARSON