Milli mála - 2022, Qupperneq 127
MILLI MÁLA
126 Milli mála 14/2/2022
sé einhver annar, svo ókunnugur sjálfum sér að hann óttist að hitta
sig fyrir.
Kannski er það eftir allt saman einhver ókunnug hönd sem
heldur um pennann, eða eitthvert afl eða eind sem vinnur í gegnum
höfundinn. Kannski er það eitthvað á borð við guð, söguhöfund
eða jafnvel raunhöfund, og Rodrigo er því í þeim skilningi alls
ekki undanþeginn hendingunni eða örlögunum, frásögninni, lífinu.
„Staðreyndin er sú að ég hef örlög í höndum mér en finnst þó eins
og ég sé ekki nógu voldugur til að skálda nokkuð upp með frjálsum
hætti: ég fylgi hulinni, örlagaþrunginni línu [...] Ég skrifa vegna þess
að ég hef ekkert annað að gera í heiminum: Ég var skilinn eftir og
það er enginn staður fyrir mig í heimi manna“ (12).
Höfundurinn á í tilvistarkreppu, sinni eigin sjálfsmyndarkrísu
sem fylgir sköpunarþörfinni og upphefst þegar hann lítur stúlkuna
augum í fyrsta sinn. Fyrirmynd persónunnar sem hann skapar kemur
af stað ferli sem setur í uppnám sýn hans á umheiminn og sjálfan sig.
Sjálfsmynd hans er að segja má alfarið bundin við starf rithöfundarins
– sem þó er kollvarpað á vissan hátt með ritun þessarar sögu og
annarlegrar vitundar um að skáldskapurinn sé ekki alveg á hans valdi
heldur tilheyri jafnvel „öðrum“ – og hið sama má að vissu leyti segja
um Macabéu. Hún starfar sem vélritunarstúlka og það vegur þungt í
hennar hugmynd um sjálfa sig: „Vegna þess hve vankunnandi hún var
þurfti hún að vélrita hægt staf fyrir staf – það var frænka hennar sem
kenndi henni á ritvél. Og stúlkan hafði af því sæmd: hún var loksins
orðin vélritunarstúlka“ (7). Þannig speglar höfundurinn sjálfan sig í
persónu sinni; hann skrifar að því er virðist á valdi einhvers annars,
jafnvel eigin sköpunarverks, og lýsir verki sínu tíðum sem skrá-
setningu atburða og staðreynda, jafnvel þótt hann dragi aldrei dul
á að um skáldskap sé að ræða.27 Sem ritari skrifar Macabéa upp
eftir yfirmanni sínum, þó að hún sé í raun ekki fullfær um það og
skrifi rangt eftir „fagurri og ávalri rithönd síns ástkæra yfirmanns“
(7), annaðhvort vegna misskilnings, vanþekkingar eða vísvitandi.
27 Vélritunarstúlkan speglar einnig á áhugaverðan hátt hluta af Eyðilandi T.S. Eliots, eða frásögnina
af Tiresiasi, sem Eliot lýsir sem öldungi „með uppþornuð konubrjóst,“ sem þjónar á vissan hátt
sem sjáandi sem dæmdur er til að verða vitni að allskostar ástarlausum atlotum vélritunarstúlku
og ungs manns sem „reynir að koma henni til“ og „hún hafnar því ekki, vill samt ekki neitt“, og
„inn ryðst hann, rauður og þrútinn, án fyrirvara“. Tiresias „sá þetta allt, vissi hvað gerast átti –/ og
beið eftir gestinum sem vænta mátti“. Sjá T.S. Eliot, Eyðilandið, 20–23.
LAUMAST ÚT UM BAKDYRNAR
10.33112/millimala.14.1.6