Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 7

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936 - 15.04.1929, Side 7
Inngangur: í þessu hefti eru prentaðar skýrslur um landsfundi íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins árin 1929, 1931, 1932, 1933, 1934 og 1936. Með þessari útgáfu hafa þá komið út á prenti ítarlegar skýrslur um landsfundi Sjálfstæðisflokksins frá upphafi og um eina landsfund Ihaldsflokksins sem haldinn var. Skýrslurnar í þessu riti eru teknar saman af Magnúsi Þórðarsyni framkvæmdastjóra. Magnús lést 12. október 1992 en hafði lokið við að ganga frá þessum skýrslum nokkru áður. Eru Magnúsi hér færðar einlægar þakkir fyrir hið góða og vandaða verk sem hann leysti af hendi með samantekt og frágangi efnis þessa rits. Skýrslurnar bera með sér að þær eru skrifaðar meira en hálfri öld eftir að fundirnir voru haldnir. Gögn í skýrslurnar var fyrst og fremst að hafa á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins og í samtímaheimildum, dagblöðum og tímaritsgreinum. Þar sem skýrslurnar voru skrifaðar svona miklu seinna hefur Magnús fellt inn í þær ýmsar athyglisverðar og fróðlegar samtímalýsingar á aldarfari og því sem var að gerast almennt í stjórnmálum á þeim tíma sem fundirnir voru haldnir. Skýrslurnar eru því ekki einvörðungu sögulegar heimildir og upplýsingar um landsfundi Sjálfstæðisflokksins heldur einnig fræðandi og skemmtilegar aldarfarslýsingar. Magnús Þórðarson 5

x

Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skýrslur um I. Landsfund Íhaldsflokksins og Sjálfstæðisflokksins og II.-VI. Landsfund Sjálfstæðisflokksins 1931, 1932, 1933, 1934, 1936
https://timarit.is/publication/1788

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.